„Míkró“ dómar

Mad Max (1-4)

Óði Óðinn, Geðveiki Eiki, Snorri Snar, Sturlaði Sturla, Brjálaði Brjánn… alveg sama hvað við kjósum að kalla hann á fullkominni, ímyndaðri RÚVsku geta flestir verið sammála um að díselpönk-eftirheimsendabrenglun hafi markað stærstu fótspor sín með honum Max Rockatansky og óttalausa ástralanum George Miller (sem yfirgaf læknisferil fyrir bíógerðina) auk hans teymi.

Það sem hófst fyrst sem oggulítil, hræódýr „Ozploitation“-mynd (sjáið Not Quite Hollywood – núna!) að nafni Mad Max þróaðist svo í dýrari, meira mainstream hasarklassík, The Road Warrior, sem ófáir kvikmyndagerðarmenn og tölvuleikir hafa sótt mikinn innblástur í.

Mad Max sem heild er pjúra bíó og adrenalín með einhverju að segja inn á milli einfaldleikans. Þangað til 2015 hefur „serían“ lengi haldist þríleikur í eigu og umsjón Mel Gibson, áður en Miller sjálfur stuðaði nýju lífi í gamla, sígilda sandpittinn sinn með stórkostlega krúi sínu. Hver mynd er svipuð en með gerólíku sniði; sjálfstæð og ekki háð of sterkum tengingum við forvera sína og er það aðeins upprunalega myndin sem mótar þrívíða persónu úr honum Max. Seinna meir þróaðist Max í myþíska erkitýpu; einfarann, andhetjuna, bjargvættinn, stóíska eilífðartöffarann, ástralska árásaraflið?…

Mad-Max-1979-04
MAD MAX (1979)thessi

Í dag eru margir aspektar við þessa frumraun Millers sem ekki alveg smella, en ég get ekki ímyndað mér hversu öflug upplifun það hefur verið að sjá þessa ryðja sig inn í kúltúrinn á sínum tíma og gefa glænýjan tón fyrir eftirheimsendamyndir, bílastönt og fleira, og sjá þarna Mel Gibson stíga fyrstu skref sín. Gibson er hér aðeins 21 árs og í dúndurfínum gír. Hann er sólid hetja og á nokkur ljúf og róleg móment á milli götuhasarins til að eyða með konu sinni. Max Rockatansky varð endanlega aldrei sami karakter eftir þessa mynd og má segja að hún sé sú svartasta í seríunni. Næstu myndir voru heldur ekki sagðar beint frá hans sjónarhorni. Heimurinn er heldur ekki alveg skroppinn niður í sand enn, en hann er að molna. Frumraunin er meistaralega gerð miðað við fjármagn, töff og glæsilega „trashy“,  vestri.

 

Mad-Max-2-Bloody-Max
THE ROAD WARRIOR/MAD MAX 2 (1981)atta

Meira fjármagn, meiri hraði, meiri geðveiki. Með The Road Warrior ákvað Miller að byggja eitthvað allt annað og brenglaðra úr þeim klikkaða grunni sem hann lagði með Mad Max. Í rúm þrjátíu ár hefur þessi mynd verið réttilega talin ein af hápunktum hasarkvikmyndagerðar. Hún er einföld, einbeitt, með sál, púls, stíl og hér um bil gallalausa keyrslu og það er að frátöldum áhættuatriðunum, expert eltingarleikjunum (sérstaklega í klæmaxinum) og þögla töffaranum í forgrunninum. Ég hef horft á hana svo oft að ég get ekki hætt að taka eftir því hvað himininn er oft í miklu ósamræmi milli sjónarhorna í eltingarleikjunum (veit, ég er fífl), en jafnvel það nær ekki að draga mig úr öllu meiriháttar brjálæðinu og fjörinu sem öllu máli skiptir. Ómetanlegt stykki.

93553
thessiMAD MAX: BEYOND THUNDERDOME (1985)

Dýrara þýðir ekki alltaf betra, en Beyond Thunderdome fékk meira hatur á sig en hún á skilið. Ástæðurnar eru skiljanlegar: hún er PG-13, eftirfari hasarmyndar sem skrifaði sig sjálfa í sögubækur og inniheldur Tinu Turner sem illmenni og krakka sem líta út fyrir að hafa villst af Hook-settinu. Í seinni hlutanum er voðalegur Amblin/Spielberg-bragur á tóninum en það er áður en helflottur eltingaleikur (hvað annað?) bæti allsvakalega upp fyrir óspennandi miðbik. Fyrri hlutinn er sterkastur og þar ber helst að nefna senan í Thunderdome-leikvanganum. Það voru sögusagnir að Miller hafi ekki verið með hjartað alveg í seríunni lengur í ljósi þess að Byron Kennedy, meðframleiðandi hans frá upphafi, lést í þyrluslysi rétt fyrir framleiðslu. Miller deildi þess vegna leikstjóradjobbinu með George Ogilvie. En Beyond Thunderdome er einföld og skemmtileg afþreying sama þótt hún sé sísta myndin af þeim öllum. Hönnunin, Gibson’in, landslagið og furðudýrið með epíska nafnið MasterBlaster gefur þessu mikið krydd.

 

j37ouedonxk5lzjyl8nfwwjicbq470feo8pud2jjjtd9imgfdzyditizzcoz6vubniuMAD MAX: FURY ROAD (2015)

Ég held að, ef þú diggar Mad Max eða góðar, hraðskreiðar hasarmyndir eða kannt að meta það að sjá áhættuleikara og kvikmyndagerðarmenn framkvæma hina sturluðustu hluti á kameru… þá ætti ekki að vera líffræðilegur séns að þú hafir ekki séð Fury Road með galopinn kjaftinn meira en út hálfa lengdina. Miller ekki nema cirka sjötugur og gæti ekki betur komið með demó um hvað það er sem Hollywood-hasarmyndir hafa lengi gert vitlaust, og samtímis sprengt upp allt sem gerði Road Warrior svo geðveika, nema djúsað upp um 500 nautöfl. Einmitt þegar maður hefði haldið að gamli þjarkurinn hefði tapað þessari orku eftir tvær volgar mörgæsateiknimyndir í stað þess að ampa hana svona upp. Ég elska hvað framleiðslan hefur verið útúrplönuð, sparsöm á tölvubrellur og myndin einföld en manísk, skörp, með góð skilaboð, hjarta og karaktermóment og einna mest hvernig hún nær að vera stanslaust á ferð án þess að verða einhæf eða útþynnt. Harkan, adrenalínið, umhverfið, súbtextarnir, Charlize Theron, mótórhjólaömmurnar og barasta allt við Fury Road gerir hana að toppbíói ef sóst er eftir testósterónafþreyingu með femíniskri sál… með langflottasta hasar ársins 2015.

 

Categories: "Míkró" dómar | Leave a comment

Christopher Nolan

Christopher Jonathan James Nolan. Maðurinn sem er svo tignarlega svalur og klassaður að hann fær ekki bara eitt heldur þrjú virðuleg skírnarnöfn. Maðurinn sem upphaflega gerði dökka, dramatíska þrillera og fékk heppilegt tækifæri til að leikstýra rándýrri Hollywood-mynd sem ákvað að prufa eitthvað nýtt og breyttist strax í kjölfarið í glænýtt nördauppáhald, heilan undirgeira af tilbiðjendum út fyrir sig.

En eins og Nolan er nú sjálfur svartsýnn náungi (hans orð…) er umheimurinn það líka og þess vegna verður hann að fórnarlambi margra heimskukommenta sem furða sig á því hvað „Nolanýturnar“ sjá oftast við hann. Fyrir mér liggur samt ekki bara prívat og persónuleg aðdáun mín á fagtröllinu í stílnum, samræðunum eða útpældri samsetningu, heldur finnst mér alltaf geggjað hvernig honum tekst að búa til kvikmyndir með mjög einföldum kjarna á meðan umgjörðin er margslungin og þemun skuggaleg, flókin og fullorðinsleg.

Nolan hefur best náð til meginstraumsins með því að gera fyrirtaks hasarmyndir sem fela svo margt miklu meira á bakvið sig ef leitast er eftir slíku. Hann er góður í að byggja upp spennu í sögu með oftast ófyrirsjáanlegri, endalaust tísandi atburðarás og er frábær að stýra leikurum. Hann hefur gert kvikmyndir um einfara, andstæðinga og/eða keppinauta en aukaleikarar fá alltaf pláss til að anda, og oftast er gert aukakaraktera að eftirminnilegri fígúrum en þær ættu í rauninni að vera (t.d. Mark Boone Junior, Maura Tierny, Rutger Hauer, Andy Serkis, Michael Jai White, Tom Berenger, Ben Mendelsohn o.fl.).

Nolan elskar að spila með dauða, sem er nokkuð athyglisvert og gefur það auðvitað ákveðna innsýn inn í persónuleika hans. Paul Thomas Anderson sagði sjálfur – eins og margir aðrir – að alveg sama hver sagan er, hvar hún gerist eða á hvaða plánetu, þá gefur leikstjórinn alltaf stóran hluta af sjálfum sér í verkin sem hann skrifar eða leikstýrir. Plottin í Nolan myndum snúast hér um bil alltaf í kringum dauðar kærustur/eiginkonur, nema í Insomnia, þegar morð samstarfsfélagans spilaði í staðinn stóran þátt í söguþræðinum. Ég veit ekki alveg hvort þessi maður eigi sér einhverjar vondar minningar tengdum dauða, en það virkar svo sannarlega þannig. Síðast þegar ég vissi er eiginkonan hans, Emma Thomas, einn af framleiðendum hans, og ég vona að hann myrði hana ekkert í bráð. Sektarkennd er líka mikilvægt þema hjá honum, svo kannski bætir það einhverju við hina umræðuna…
Gleymum heldur ekki þráhyggjunni og tilhneigingu flestra lykilpersóna hans til að sækjast eftir einhvers konar sálarhreinsun (þ.e. „kaþarsis“).

Picture-216-620x296

En Nolan dæmir aldrei persónur sínar of harkalega, og ef hann hefði ekki svona mikinn áhuga á snjöllum, lagskiptum spennusögum hefði hann auðveldlega getað breyst í tjáningarfullan art-mynda leikstjóra sem fókusar á fleira neikvætt, eins og vonbrigði, svik og gallaðar fígúrur sem glíma oftast við fortíðardrauga. Sem betur fer (?) er Nolan orðinn fyrirmyndar hasarleikstjóri sem hugsar alltaf stærra og stærra með hverju verki og betrumbætir sig í hverri IMAX-hlaðinni lotu. Nolan er heldur ekki hrifinn af mörgum litum, en það er ekki við öðru að búast frá manni sem er að hluta til litblindur (og sér hvorki rauðan né grænan lit). Rammarnir eru oftast kaldir og víð nærskot mikið notuð. Ég mun samt bera enn meiri virðingu fyrir honum ef hann ákveður einn daginn að gera eitthvað smátt og ódýrt í framtíðinni. Bara svona upp á gamlar minningar. Memento er ábyggilega ein af 10 bestu myndum sem ég hef á ævi minni horft á.

Framkoma þessa manns er síðan næstum því alveg jafn aðdáunarverð og ferillinn hans enda Englendingur í orðins fyllstu merkingu. Ef þið hafið einhvern tímann horft á aukefni eða viðtöl með honum, þá hefur það líklegast ekki farið framhjá ykkur að hann brosir sjaldan en heldur alltaf kúlinu með pollrólega tón sínum. Hann er lágstemmdur en eitursvalur og líklegast mjög lokuð týpa. Ofurheilinn sýnir sig líka heldur betur í undanförnum myndum hans sem eru ætlaðar „mainstream-inu,“ og það sem er e.t.v. best sagt um Nolan-myndir er að þeim tekst oftast að fullnægja áhorfendum með flottu lúkki og vönduðum hasar ef það eina sem þú vilt er góð afþreyingarmynd, en hins vegar er pláss eftir fyrir þemun og túlkanir. Í stuttu máli: ef þú vilt ekki þurfa að hugsa of mikið á meðan myndinni stendur, þá ættirðu alveg svosem að geta runnið með flæðinu, en ef þú vilt úthugsaða afþreyingu sem býður upp á fleiri umræður og vísbendingar með hverju glápi þetta hárrétti maðurinn í verkið. Engin væmni heldur, ekkert melódrama, engin tilgerð, heldur aðallega bara stanslaust upplýsingadömp, og hver áhorfandi metur hvort það sé of mikið í einu eða akkúrat rétta magnið.

FOLLOWING (1998)

Þegar maður eins og Nolan sýnir merki um amatör-takta, þá tekst honum samt að vera athyglisverðari og skarpari heldur en margir sem vinna reglulega í stórmyndabransanum. Following er nokkurn veginn fyrir Nolan það sem El Mariachi var í augum Roberts Rodriguez (bara… þúst, betri!); lítið annað en glæsileg upphitunartilraun þegar heildarferillinn er skoðaður, en ég mæli klárlega með myndinni, sérstaklega ef þú ert aðdáandi. Það sást greinilega að mikill áhugi væri á óreglubundinni söguuppbyggingu, fókus á einfarann og „litlausum“ stíl. Allt þetta gerðist svo að einhverjum þekktustu einkennum leikstjórans. En pökkuð þessi og fín, og rétt svo 70 mínútur.

MEMENTO (2000)

Fyrir mig gerast nútíma noir-myndir ekki mikið eða frumlegri betri en þetta, en umfram allt er hér um alveg hreint sturlaða stúderingu á vítahring manns með grafalvarlega veiki. Margbrotin, lagskipt, óvænt og glæsilega júník í byggingu sinni. Hugmyndin að spila söguna afturábak hefði í röngum höndum getað komið bjánalega út eftir smátíma en hér eru öll smáatriðin hugsuð út í gegn (sem yfirleitt gerist þegar Chris vinnur með bróður sínum, Jonathan). Þessi strúktúr er líka fullkomin leið til þess að áhorfandinn sé aldrei einu skrefi á undan aðalpersónunni og veit ekkert betur en hann þegar hann uppgötvar nýja hluti. Við erum nánast jafn minnis(..og glóru)laus og hann. Sum svörin eru skilin skemmtilega eftir í lausu lofti en flestum spurningum er svarað ef maður tekur smásjána með í glápið. Memento er ennþá í dag besta myndin sem hann hefur gert að mínu mati.

INSOMNIA (2002)

Flott endurgerð. Virkilega flott reyndar. Í fyrstu spilast þetta út eins og hefðbundin morðsaga en síðan fer myndin langt út fyrir línurnar. Söguþráðurinn gengur ekki út á það að reynt er að komast að því hver morðinginn er (við vitum það strax), heldur gengur hann út á samskipti morðingjans við veiklyndu lögguna, sem saman eiga meira sameiginlegt en áhorfandinn heldur, en það sem aðskilur þann sameiginlega þátt þeirra er enn athyglisverðara. Insomnia gleymist oft þegar fólk talar um Nolan og ferilinn og eru voða skiptar skoðanir á henni, en mér fannst hún taka góðan sænskan þriller og gera hann örlítið betri. Flestir leikstjórar myndu sofa í gegnum svona endurgerðir en Nolan passar að láta sitt persónulega „touch“ á verkið. Ég efa að hann hafi séð eftir því miðað við hvaða mynd hann landaði eftir þessa.

BATMAN BEGINS (2005)

„SVONA vil ég gera Batman-mynd“ sagði Nolan við tökuliðið sitt eftir að hann hélt sýningu á Blade Runner áður en byrjað var að skjóta Batman Begins. Áhrifin sjást og kom það þægilega á óvart að sjá ofurhetjumynd fyrir fullorðna sem tók þessa týpísku origin-sögu og færði hana á nýtt level, og var fyrst til að formlega stimpla það hvað „reboot“ þýddi. Batman Begins er langt frá því að vera fullkomin en flest öll vandamálin tengdust handritinu, fáeinum tæklunum á slagsmálaatriðum… og Katie Holmes. Leikstjórinn lærði augljóslega af mistökum sínum þegar hann ákvað að gera framhaldið. Annars tussuflottur fullorðinstryllir og ljómandi myrkar þemur. Vitaskuld. Frá og með þessari mynd hvarf Michael Caine aldrei úr augsýn hjá Nolan.

THE PRESTIGE (2006)

Þegar Nolan er ekki að byggja upp spennu með fínum söguþræði finnst honum ofsalega gaman að grilla svolítið í áhorfendum sínum, og The Prestige er meira í líkingu við Memento heldur en Insomnia eða Batman, og fyrsta og hingað til eina períódumyndin hans. Uppsetningin er agalega töff, fyrir utan það hversu illa leikstjóranum gekk að fela twist-ið í endann. Þeir sem voru vakandi yfir myndinni gátu séð strax hvaða brögð voru í tafli fyrir karakterinn Fallon, en myndin var engu að síður stútfull af óvæntum stefnum og áhugaverðum pælingum. Sagan er stöðugt í vinnslu og dettur þess vegna aldrei á sjálfsstýringu, auk þess að díla skemmtilega við þráhyggju aðalpersónanna. Því er ég ofsalega hrifinn af, eins með þetta tryllta, kalda atmó. Christian Bale og Hugh Jackman eru einnig upp á sitt besta.

THE DARK KNIGHT (2008)

Talandi um að „levela upp“ mynd sem var býsna djörf og byltingarkennd á sínu leveli fyrir geirann sem hún tilheyrir. Batman Begins tók Blade Runner-fílinginn á meðan The Dark Knight vildi vera meira eins og Heat, og náði þeim töktum óaðfinnanlega.

Þetta er Terminator 2-gerðin af Batman, bara með hundrað sinnum fleiri siðgæðakrufningum. Snilldarhandrit, meira en örugg leikstjórn, frábær hópur og illmenni sem fer í margar ólíkar sögubækur og gerði þetta endanlega að myndinni sem margar aðrar myndasögumyndir hafa þráð að vera. Yfirheyrsluatriðið eitt og sér eða jafnvel atriðin í ferjunum er mun betra en megnið af því sem kom út 2008.

Ég mun samt aldrei skilja af hverju Batman notaði djúpu guðaröddina sína fyrir framan Lucius Fox í lokahlutanum þegar hann vissi augljóslega að þetta væri Bruce Wayne undir grímunni. Umræðan um þessa blessuðu rödd er gjörsamlega endalaus, en ef þetta væri ekki svona góð ræma myndi þetta mögulega vera stærra vandamál.
Sex árum síðar og hún er enn ÞAÐ góð.


INCEPTION (2010)

Aldrei hefði þessi mynd getað verið gerð í allri sinni dýrð fyrir þetta sturlaða fjármagn ef Nolan hefði ekki skilað inn peningafjallinu sem The Dark Knight mokaði fyrir hann. Framleiðendur Warner Bros voru svo kátir að þeir sögðu að hann mætti gera hvað sem hann vildi, og þegar einhver gefur Nolan (bræðrum) svo mikið frelsi er ekki spurning um annað en að gott bíó sé í vændum. Loksins sameinar Nolan hæfileika sína til að fokka í áhorfendum sínum við það að matreiða bilaðar hasarsenur með góðri rússíbanakeyrslu og tónlist sem sér um gæsahúðina. Svo bætti hann við stórum skammti af alvöru tilfinningum (þó köldum) inn í blönduna og með aðstoð skemmtilegra leikara/karaktera varð úr þessu enn eitt djöfulsins meistaraverkið hjá manninum. Ég myndi aldrei kalla þessa mynd eitthvað pjúra listaverk en poppkornsafþreying eins og mér finnst þær gerast bestar.

Inception hefur öll stærstu Nolan-hráefnin (dauð eiginkona (þ.e.a.s. sektarkennd), byssuhasar, layerar, yndislegt kamerurúnk o.fl.) en það sést strax að aðalpersónan er nokkurn veginn bara eins og Nolan ef hann væri hasarstjarna. Leo DiCaprio fer í jakkafötin og skellir upp svipaðri hárgreiðslu og leikstjórinn er þekktur fyrir.

THE DARK KNIGHT RISES (2012)

bane-vs-batman-the-dark-knight-rises-4102„Vanmetna“ Nolan-myndin. Þegar ég sprakk fyrst úr gleði yfir þessum epíska lokakafla hélt ég upphaflega að þetta væri bara ‘Nolanýtan’ í mér að fá metafórískt fullnægingu yfir heilasellurnar og heilbrigða skynsemi, en eftir að hafa ábyggilega horft svona 8 sinnum á þessa mynd finnst mér hún enn vera grimm og kjálkadeifandi snilld. Verst er bara að ég mæli síður með IMAX-útgáfunni sökum þess að hlutfallsskiptingin er oft verulega truflandi.

Rises þræðir annars saman allan þríleikinn í magnaðan þemapakka og sem fyrr er dílað við alls kyns manískar hugmyndir á meðan því er matreitt í 160 mínútna umsátursepík… og þá í óbeinum myndasögustíl.

Allar þær kvartanir sem hafa reglulega sprottið upp í tengslum við plottholur og annað finnst mér ekkert alvarlegri en það sem er hægt að pikka hinar tvær myndirnar í sundur fyrir undir smásjánni, en skítt með lógíkina… Nolan býr til trúverðugan, raunhæfan heim en notar bíólógíkina til að stilla upp geðbiluðum hasar og spreðar út sínu fasta hlaðborði af gæðaleikurum til að leyfa að njóta sín á milli. Bale er betri en áður fyrr sem Bruce, Tom Hardy er meiriháttar (og leyfir sér að vera yfirdrifinn á bestu stöðum, nett ógnandi á öðrum), Anne Hathaway skemmtilegust og Joseph Gordon-Levitt standout-ið.

Er Nolan-túlkunin á Batman sú besta sem hefur sést í 24-römmum á sek.? Alls ekki, en túlkunin eða réttar sagt nálgunin er mögnuð engu að síður og þessi endir á trílógíuna er fyrir mér næstum fullkominn. Meina, hey… sumir elska Return of the Jedi í tætlur.

INTERSTELLAR (2014)

o-INTERSTELLAR-TV-SPOTS-facebook

Látum okkur sjá… yfirvofandi útrýmingarhætta, svarthol, ormagöng, einangrun, máttur og mikilvægi ástarinnar (ekki gubba samt), existensíalískar krísur, hvað það þýðir að vera mannlegur og alls konar fleira eðlilegt eða abstrakt gúmmelaði fær hér Nolan-trítmentið.

Interstellar er alvöru geimdramatryllir – af eðalsort – sem flýgur skjótt hjá á löngum tíma. Hún setur markmiðin brandaralega hátt, grípur fast en krefst meira af áhorfendum sínum en bíómyndir gera oftast af svona stærð – eitthvað sem má alltaf fagna. Heldur er hún ekkert að fela það að hafa fengið ýmist virðulega lánað úr 2001, The Right Stuff, Contact (sem er önnur mynd með Matthew McConaughey um geimferðalag sem borin var undir eðlisfræðinginn Kip Thorne…) og fleirum en kvikmyndagerðarmaðurinn kemst sem betur fer ekki hjá því að brennimerkja þetta allt með sínum föstu einkennum, með fullri þátttöku bróður síns auðvitað.

Það er of margt til að dást að í Interstellar, og kallar hún eftir að maður sjái hana aftur og ræði við næsta sessunaut. Hún er umfangsmikil, þrælspennandi, jaðandi við dáleiðslu, úthugsuð, kannski ekkert ofurdjúp, stafar sumt meira en hún þarf að gera og mætti heilt yfir vera ögn óútreiknanlegri. En flest svoleiðis smáatriði bætir hún upp með kraftinum sem henni fylgir, og sá bombandi kraftur heimtar það að myndina á að sjá á stærsta mögulega bíótjaldinu sem þú finnur.

 

Categories: "Míkró" dómar | Leave a comment

Robert Rodriguez

Kvikmyndagerðamaður í orðsins fyllstu merkingu, eða eins-manns stúdíó réttara sagt. Robbi hefur aldrei nennt að eltast við heitustu Hollywood-stefnur og hefur alltaf farið sínar leiðir og á heimavelli. Hann stýrir, klippir, tekur upp, skrifar langflest handritin og byrjaði eftir aldamótin að semja oftar tónlistina sjálfur (allt heima í bílskúrnum hans). Hann rekur sitt eigið brellufyrirtæki og þykir nokkuð vinsæll til að vinna með, skiljanlega. Hann vinnur hratt, ódýrt og lítur ekki út fyrir að vera annað en einn viðkunnanlegasti dúddi í heimi! Ég á enn eftir að finna myndefni sem segir mér annað.

Aukaefnið á diskunum hans er skylduáhorf fyrir upprennandi kvikmyndagerðarfólk. Það er þess virði að eiga hvern einasta DVD eða Blu-ray disk frá Rodriguez einungis til þess að geta kíkt óteljandi oft á „Ten Minute Film School“ vídeóin (og Cooking School einnig…). Commentary-in hans eru líka fyrir mér allt það sem slík eiga að vera: Skemmtileg, ef ekki skemmtilegri heldur en mest allt á ferilskránni, og ruglað fræðandi.

Ég skal samt í alvörunni gefa þeirri manneskju óopnaðan Blu-ray disk úr mínu eigin safni sem getur fundið EINA ljósmynd af Robba án höfuðfats!
Eina. mynd. Kæmi mér ekki á óvart ef þær væru allt í allt svona þrjár á öllu internetinu.

EL MARIACHI (1992)

Amatör-taktarnir eru svakalegir en þeir gefa þessum litla, kjánalega hasareltingarleik sinn heimagerða sjarma. Lítilmagnagan á bakvið gerð myndarinnar er miklu meira spennandi heldur en nokkurn tímann myndin en hún er annars stutt, beisik og rýkur í flæði. Miðað við kostnaðarstandardinn (7 þúsd. dollarar) er þetta fáránlega vel sloppið.

rate_6

ROADRACERS (1993)
Roadracers_v3_jmb706_front

Ég sá þessa einhvern tímann á Bíórásinni fyrir mörgum árum síðan (þegar stöðin var ennþá svöl), sem er viðeigandi því þessi gleymda litla períódumynd fór beinustu leið í sjónvarpið. Roadracers er voðalegt „fleh“ – eins og gengur oft og gerist með myndir sem David Arquette leikur í – hvorki leiðinlegt né minnisstætt gláp. Myndin gerði tvennt mjög rétt: Rodriguez fékk gott tækifæri til þess að æfa sig aðeins betur og kynnti hann þarna Sölmu Hayek til leiks í fyrsta sinn. Body Snatchers dýrkunin þótti mér einnig skemmtileg og innsiglir alveg ’50’s andann, sem Robbi nær mjög vel.rate_5

DESPERADO (1995)

Desperado

Alltaf finnst mér erfitt að taka þessa mynd alvarlega sem framhald af Mariachi, sem hún er! Antonio Banderas er harðari, meira á lífi og óumdeilanlega meira sexí miðað við fyrri gæjann sem lék sömu persónu: Hann var alls ekki töff, og mér finnst massíft furðulegt að sjá hann standandi við hlið Banderas í lokaatriðunum. En burtséð frá allri tengingu er þetta pimpaðri og margfalt svalari útgáfa af Mariachi. Stórskemmtilegur mexíkó-vestrablær, geggjaður hasar – líka nóg af honum! – og kynþokki Sölmu Hayek sér til þess að byssuhólkar úr öllum skjótist upp á augabragði. Slurp.

rate_7

Four Rooms: THE MISBEHAVERS (1995)
Four Rooms Misbehavers fire

rate_6Tilraunir til svona „anthology“ mynda hafa verið oftast feilaðar í gegnum kvikmyndasöguna. Four Rooms reyndi sitt besta til að gera eitthvað sniðugt úr concept-inu en fyrstu tvær sögurnar voru grútleiðinlegar, bendandi til þess að myndin var steindauð eftir fyrri hlutann. Þá kom Rodriguez inn og gaf gamlárskvöldinu (sem myndin gerðist á) sitt nauðsynlega rafstuð. „Stuttmyndin“ The Misbehavers sýnir svolítið skemmtilega hvernig leikstjórinn svífur á milli blóðuga mexí-KÚL stílsins og krakkadrifna dýnamík-andanum sem myndi síðar mótast betur í Spy Kids. Misbehavers endurtekur sig samt mikið á skömmum tíma og verður lítið meira en bara fín á endanum þó lífleg sé. Besta sagan í þessari litlu mynd kemur fyrirsjáanlega frá Tarantino sjálfum.

FROM DUSK TILL DAWN (1996)
from-dusk-till-dawn-original

rate_7Snilldarbyrjun, frábær almennt í fyrri helming – og Tarantino-isminn í handritinu skín svakalega í gegn – örlítið einhæf og gufar svolítið upp í þeim seinni, en ógeðfellt stuð allan tímann. QT þyrfti algjörlega að skrifa oftar handrit eða a.m.k. treatment/nokkur samtöl oftar fyrir besta vin sinn. Aldrei hef ég allavega séð meira hrátt attitjúd í einni Rodriguez-mynd, fyrir utan kannski toppmyndina hans. Heimildamyndin Full Tilt Boogie er líka frekar góð, þó hún kafi ekkert voðalega djúpt ofan í gerð myndarinnar.

THE FACULTY (1998)
Faculty-3

rate_7Body Snatchers-fílingurinn kemur aftur og nær núna sterkum hæðum hjá leikstjóranum. Það sáust margar svona ófrumlegar horror-myndir handa unglingum á tíunda áratugnum en þessi hefur mér alltaf þótt standa upp úr. Vel gerð, pínu spennandi og með stórt meðvitað nördahjarta fyrir geiranum. Betri Rodriguez-myndirnar eru klárlega þessar sem hann skrifar ekki sjálfur því hann kemur svo ferskur að hlutlausu efni. Einn stærsti kostur mannsins er að hann gerir alltaf þær myndir sem hann vill sjá en gallinn er að hann er glataður en stundum orðheppinn penni. Þegar hann er ekki sjálfur að reyna að tjasla einhverjum grautum saman á blað þá fer allur fókus í hluti sem gera gott enn betra, eins og andrúmsloft.

SPY KIDS (2001)
spy_kids_image_3

rate_6Gott hugmyndaflug, skemmtilegir leikarar (og barnaleikararnir eru ekki óþolandi – vei!), mikil orka að vanda en krakkagleðin yfirstígur ekki handrit sem er voðalegt „meh“ Myndin er oftar snjallari heldur en pirrandi en pirrandi getur hún orðið. Frábær mynd fyrir börn samt, en hver mynd í seríunni verður því miður sífellt barnalegri og þ.a.l. missir Rodriguez þá takmörkuðu tengingu við fullorðna hópa sem hann rétt svo græjar með fyrstu myndinni.

SPY KIDS: ISLAND OF LOST DREAMS (2002)

spy-kids-2-2002-01-gNú er rate_5Roddinn kominn í feitan Harryhausen-fíling, og það er vanalega góður hlutur nema lítið sé gert til þess að djúsa fjöri í… fjörið. Öll orka sem leikstjórinn er vanalega vopnaður með er gjörsamlega týnd hérna. Myndin er stútfull af litum, ýktum, furðulegum hugmyndum og skemmtilegan anda og (aftur) leikaragrúppu sem skiptir helling. Brellurnar eru þó almennt skelfilegar og virðist sem að ímyndunaraflið var allt, alltof stórt fyrir budget-ið. Spy Kids 2 vill vera stærri og „krakkalegri“ heldur en fyrri myndin en flestir yfir 9 ára aldurinn sjá lítið annað en bara gott fólk að fíflast á ýktum smáettum eða fyrir framan grænt tjald sem ætti ekki að sjást en gerir samt.

ONCE UPON A TIME IN MEXICO (2003)

Once-Upon-a-Time-in-Mexico2 (2)
rate_7Rodriguez lítur á þetta sem Dollara(eða Pesóa-?)þríleik sinn og óhjákvæmilega þýðir það að þriðja myndin þurfti að vera pínu „epísk“. Þríleikurinn er óneitanlega nokkuð svalur en sömuleiðis í algerri kássu og hefur alltaf verið. Tengingin helst lauslega á milli myndanna þriggja en leikstjóranum er í rauninni skítsama um stóru „söguna“ og gerir þær bara til að leika sér með tökuvélarnar, finna sér afsökun til að gera villtan hasar og skemmta sér með góðu fólki. Mexico er þrælskemmtileg steypa. Stundum svöl, allan tímann hröð en voða pökkuð, ruglandi og heimskuleg en ánægjulega yfirdrifin sem betur fer. Hráa HD-lúkkið bragðbætir hana helling og ég kann líka smávegis að meta rokkaða nútímavinkilinn sem Rodriguez tekur á the Good, the Bad and the Ugly, eða eins og hann kallar þetta „The Man with No Eyes vs. the Man with no Face and the Man with the Guitar Case.“

SPY KIDS 3-D: GAME OVER (2003)
mission-3d-spy-kids-3-04-03-g

rate_5

Jæja, sykurorkan er allavega komin aftur en allt vit fyrir vandaðri sögugerð er horfið. Handrit fyrstu myndarinnar var á pari með því sem maður býst við frá 14 ára krakka, önnur myndin lækkaði aldurinn niður um eitt eða tvö ár. Sama saga hér aftur, nema framleiðslan hefur ódýrari brag á sér í annað sinn, sökum þess að útitökum fækkar með hverri Spy Kids-mynd. Að vissu leyti er gaman hvernig Rob reynir að búa til sýna eigin útgáfu af Tron, og það virkar í smátíma (og „Road Warrior“ kappaksturinn er aksjúallí sjúklega flottur). Kortin í tölvuleik sögunnar eru fjölbreytt og vitna í mismunandi geira og leikjatölvustíla. Svo klessir myndin beint á vegg þegar 10-15 mínútur eru eftir af henni, þykist síðan eiga aukalíf en dregur bara væmið, asnalegt lík á eftir sér það sem eftir er. Endirinn er vægast sagt vondur. Restin er fín. Löt, alltof brelluþung en fín, sérstaklega ef metin sem „tölvuleikjamynd.“ Og gaman var að sjá Ricardo Montalban hlaupa aftur.

SIN CITY (2005)

mn7bw23ybgkqaxypbqny6wlwu7u

rate_10

Já.

THE ADVENTURES OF SHARKBOY AND LAVAGIRL IN 3-D (2005)
aventures-de-shark-boy-et-lava-girl-2005-17-g

rate_4

Í rauninni bara nákvæmlega sama mynd og Spy Kids 3-D (uppbyggingin, og m.a.s. allur endirinn, er nákvæmlega eins!) nema nú er ímyndunaraflið furðulegra, barnalegra (jebb, hann fer sífellt neðar, enda maðurinn stöðugt að fjölga sér þar að auki) og leiðinlegra. Tölvuleikjatengingin er farin og hefur það ekki jákvæð áhrif á þetta hroðalega handrit. Lúkkið er í lagi er maður hættir að pæla í hversu áberandi er að allir standa fyrir framan græna tjaldið klassíska, ímyndunarveikin ágætlega óhefðbundin en leikararnir eru mökkleiðinlegir (og nei sko, Dave Arquette kominn aftur!). Ég var einn af fáum sem sá merkin strax hjá Taylor Lautner löngu áður en Jacob byrjaði. Ég afskrifa myndina að vísu bara sem enn eina afsökunina hjá Tex-Mex rakkanum til að leika sér með tölvubrellur og gefa afkomendum sínum eitthvað að éta.

PLANET TERROR (2007)
planet_terror_5

rate_8

Af Grindhouse myndunum tveimur er þessi miklu meira „grændí,“ og skemmtilegri (athugið endilega hvað þetta orð á hrikalega oft við um leikstjórann). En alveg eins og á við um Death Proof á Planet Terror heima í aðeins/töluvert styttra formi. Það teygist á en hún rokkar þó Carpenter-stílinn – rispurnar, músíkin og allt – frekar glæsilega. Myndin er það sem hún er (þ.e.a.s. ekki góð en magnaður subbuskapur) og allir leikararnir eru frábærir og í réttum gír, sérstaklega Michael Biehn, Jeff Fahey, Josh Brolin og Marley Shelton. Hún heldur grindhouse-stílnum út í gegn (annað en DP) og levelar sig yndislega í ljótu zombí-geðveikinni.

SHORTS (2009)
??????

rate_3

Það eina góða við þessa er frásagnarstíllinn (sem Robert hefur fengið „lánaðan“ frá góðvini sínum, QT) og James Spader. Allt annað er viðbjóður; krakkarnir eru lélegir, brellurnar ódýrar og framvindan alveg einstaklega slöpp. Húmorinn er ótrúlega góður með sig og þessi svokallaði söguþráður sem hér er að finna leysist fljótlega upp og verður að engu. Ég átta mig á því að börn vilja helst hafa plottið sem einfaldast, en þetta er einum of. Mér leið meira eins og ég væri að horfa á nokkrar dæmisögur límdar saman frekar en heila bíómynd. Rodriguez reynir að troða eins mikið af skilaboðum í handritið og hann getur svo krakkarnir læri eitthvað, sem er ekki slæmt nema hvert einasta atriði er eins og kennsluvídeó sem segir krökkum hvernig á að haga sér. Til dæmis er alveg hroðaleg tilraun gerð til þess að kenna krökkum að bora ekki í nefið. Jibbí.

MACHETE (2010)
machete2010retail720p30

rate_6Þarna veit ég ekki alveg hvað gerðist. Feik-trailerinn var meiriháttar og mér þótti eðlilegt að búast við harðsoðinni „Mex-ploitation“ ræmu en fékk ég síðan í staðinn flata, ofbakaða pólitíska spennumynd sem þóttist vera bæði vera með innihaldið og edgy-einkahúmorinn á hreinu. Þennan einkahúmor fíla ég, og það er alveg haugur af geggjuðum atriðum en þau dreifast á milli söguþráðs sem reynir að toga sig áfram í höndum misskemmtilegra – en skrautlegra – leikara. Því miður eru ALLTOF margir í myndinni. Ég vildi bara sjá Danny Trejo gera svala hluti. Ég fékk blóðugu steikina sem ég vildi en ég bað aldrei um allt þetta meðlæti. Ofan á allt þetta vantar alla keyrslu, klippingin er út um allt og þykir mér sérstaklega pínlegt að sjá hvað skotin úr gervitrailernum passa illa inn í sum atriðin sem voru hönnuð í kringum þau.

SPY KIDS: ALL THE TIME IN THE WORLD (2011)
Spy-Kids-4-Theatrical-Still-Joel-McHale-Jessica-Alba

rate_3

Það er lína í myndinni sem best lýsir þessu öllu:
“Never underestimate the power of puke.”

Þarna féll hann. Hart. Er hægt að búa til alvöru brútal strákamynd aftur og gera hana góða þegar búið er að mjaka sér svona mikið upp úr prump-, kúk- og pisshúmor handa krökkum? Gangi ykkur vel að reyna að líta sömu augum á snillinginn Ari Gold eftir að sjá hvað Jeremy Piven hefur gert sjálfum sér hérna.

MACHETE KILLS (2013)
Machete-Kills-2-1024x682rate_4

(Dæs.)

SIN CITY: A DAME TO KILL FOR (2014)
sin-city-2-a-dame-to-kill-for-teaser-trailer-josh-brolin
rate_7Ferskleikinn er óneitanlega horfinn, nýju sögurnar grípa ekki eins mikið og það eru útvaldir gallar í flæðinu og förðuninni, en SAMT tekst Sin City 2 að virka með útlitinu og ýkta fjörinu og harðsoðna blætinu sem hún býður upp á. Miklu betri mynd heldur en dómarnir gáfu til kynna, en maður skilur léttilega að svona stílrúnk er ekki að skapi allra.

Meðaleinkunn Roberts (cirka):
rate_6

Categories: "Míkró" dómar | 6 Comments

Powered by WordPress.com.