Eden

Eden er það næsta sem hefur komist því að vera finna arftaka Blossa. Þetta er (vissulega) meint sem blússandi hrós, þrátt fyrir það að síðarnefnd næntís-dópmynd hafi ekki beinlínis verið snilldarstroka í kvikmyndagerð; þvert á móti hlægileg, þvæld, kjánaleg en á móti stútfull af orku, viðeigandi attitúdi, góðri tónlist og léttum væb sem íslenskar kvikmyndir leyfa sér sjaldan að prófa – þrátt fyrir það ógrynni … Halda áfram að lesa: Eden

Austur

Hér er hún, fyrsta íslenska „bíómyndin“ sem kalla má pyntingarklám (fyrst ekkert annað kemur til greina), nema með óvæntu tvisti þar sem hún snýr sér að áhorfandanum og sér til þess að hann verði miskunnarlaust fyrir almestu pyntingunni. Þetta gerir hún ekki með ofbeldi, heldur hreinu, ógeðfelldu stefnuleysi og glataðri, bókstaflega fókuslausri úrvinnslu. Það að Austur hafi tekist að skila sér í kvikmyndahús er dapurt merki um standard … Halda áfram að lesa: Austur

Where the Wild Things Are

Það er ómögulegt að taka 300 orða (ekki blaðsíðna, ORÐA…) barnabók og búa til 90 mínútna kvikmynd án þess að tuska hráefninu til, t.d. bæta við aukaplottum, breikka úr smáköflum, alls konar! En líður mér eins og Spike Jonze hafi bara lítið sem ekkert pælt í öllu svoleiðis og reyndi að vera eins trúr bókinni hans Maurice Sendak og hann gat. Sú niðurstaða virðist vera … Halda áfram að lesa: Where the Wild Things Are