Blóðhefnd

Því miður er ég ansi hræddur um að það þurfi að kveikja (sem allra fyrst) í öllum þeim kvikmyndahúsum sem ákváðu að sýna þessa „bíómynd,“ bara svona til að hreinsa andrúmsloftið, losna við eitraðar minningar og mikla skömm. Í smástund er ég að reyna að sleppa undan því að ofhugsa það hvernig svona myndefnaklessa gat komist í almennar bíósýningar, enda búum við á litlu landi … Halda áfram að lesa: Blóðhefnd

Red State

Kevin Smith hefur aldrei flokkast sem kvikmyndagerðarmaður í mínum huga. Hann er skarpur, fyndinn en á sama tíma örlítið barnalegur handritshöfundur sem hefur ansi vel náð að festa hversdagsleikann á filmu ásamt því að vera góður að velja leikara (mínus Linda Fiorentino og Tracy Morgan). Smith hefur lengi viljað getað sýnt að það búi alvöru leikstjóri í honum en ekki bara latur bíó- og myndasögunörd … Halda áfram að lesa: Red State