The Human Centipede 3 (Final Sequence)

Því meira sem við tölum um Human Centipede-myndirnar því meira vald erum við að troða í hégómann hjá Tom Six. Hans eina markmið hefur verið að ögra okkur, eins og rasískur sósíópati með skituhúmor á táningsaldri sem hatar konur, allt til þess að setja óneitanlega ógeðfellda grunnhugmynd meira í sviðsljósið. Augjóslega er ég ekki að hjálpa til í þessari deild en hvaða áhorfandi sem er ætti þó … Halda áfram að lesa: The Human Centipede 3 (Final Sequence)

Albatross

Albatross má eiga það að sjaldan hefur eins lífið verið í húfi í dramanu í einni íslenskri bíómynd, og hefur s.s. hvað lægstu „stakes“ sem ég hef séð til margra ára. Öll framvindan veltir mest megnis á aðeins einni spurningu: ‘Verður golfmótið haldið í Bolungarvík, eða á Ísafirði?“ Spennó… Reyndar segir myndin frá býsna normal og hlutlausum gæja, borgarbarninu Tomma, sem situr fastur á Bolungarvík eftir að … Halda áfram að lesa: Albatross

Boyhood

Aldrei verður nú hægt að segja að leikstjórinn Richard Linklater vaði ekki í vinnugrein sína af gríðarlegri ástríðu og vissri nákvæmni, vegna þess að með nálguninni einni, þolinmæðina að vopni sem og þessa sannleiksríku og heillandi hversdagsrödd sem einkennir hann á góðum degi, hefur honum tekist að segja nokkuð staðlaða og einfalda þroska- og uppvaxtarsögu með allt annað en hefðbundnum hætti. Tólf ár er enginn … Halda áfram að lesa: Boyhood