Winter’s Tale

Akiva Goldsman hefur verið aðallega þekktur sem handritshöfundur og framleiðandi og eftir að unnið við sagna- og kvikmynda(og sjónvarps-)gerð í rúm tuttugu ár sest hann áhugasamur og kátur í leikstjórasætið með frumraun sinni á hvíta tjaldinu, en gæti orðið smátími þangað til að hann ætti að prófa það aftur. Heilum sautján árum síðar tókst honum aldrei endanlega að hrista af sér skömmina sem fylgdi því … Halda áfram að lesa: Winter’s Tale

Her

Þótt ótrúlegt megi virðast er ástarsaga milli manns við hugbúnað með gervigreind (svona gíga-uppfærð, sexí útgáfa af Makk-dálætinu Siri) einhver sú jarðbundnasta og mannlegasta mynd sem Spike Jonze hefur gert hingað til. Líka sú hreinskilnasta. Fyrir alla sem þekkja ekki manninn á bakvið vélina hljómar þessi mynd eins og brandari, eða í betra falli Arrested Development-brandari, og má bóka það að hún sé á köflum ruglað … Halda áfram að lesa: Her

I Give it a Year

I Give it a Year væri betri mynd ef allir væru ekki svona rosalega heimskir í henni, en þá þyrfti hún auðvitað líka að vera allt öðruvísi mynd. Hér er (ó)rómantísk deit-gamanmynd á ferðinni um par sem giftir sig í fullmiklu flýti. Skötuhjúin fjarlægjast fljótt og gæla í sitthvoru lagi við framhjáhald. Í kringum þessi viðhöld snýst sitthvort plottið, þar sem áhorfandinn á að *vilja* … Halda áfram að lesa: I Give it a Year