Dýrin í Hálsaskógi

Fyrir marga Íslendinga er erfitt að verða ekki fyrir vægu nostalgíukasti yfir Dýrunum í Hálsaskógi, hvort sem það snýr að minningum einhverra þeirra fjölmörgu sviðssýninga hérlendis í gegnum áratugina eða einfaldlega tilhugsuninni um piparkökulagið. Þessi káta skilaboðasaga norska leikskáldsins Thorbjörns Egner hefur notið svakalegra vinsælda hérlendis og hefur nánast hver lifandi kynslóð séð, lesið eða heyrt hana í einhverju formi. Egner var auðvitað mikill siðapredikari … Halda áfram að lesa: Dýrin í Hálsaskógi

La La Land

Glansandi Hollywood-söngleikir hafa aldrei almennilega dáið út en oft og reglulega átt það til að leggjast í dvala. Seinast komust þeir í tísku rétt eftir aldamótin þegar myndir eins og Moulin Rouge og (hin miður ofmetna) Chicago létu til sín taka og heilluðu Óskarsnefndir. Með tilkomu og velgengni myndarinnar La La Land er nokkuð ljóst að búið sé að opna flóðgáttirnar aftur fyrir fleiri söngva- … Halda áfram að lesa: La La Land

Into the Woods

Ég er allur opinn fyrir skrautlegum og söngóðum ævintýrabræðingum, en ég hef absolút engan skilning á því hvernig er hægt að gera mynd sem vefur prýðilega saman Rauðhettu, Öskubusku, Garðabrúðu og Bauna-Jóa og gera hana svona miskunarlaust leiðinlega. Og þetta kemur frá manni sem kallar sig söngleikjadruslu! Músíkin er vitanlega smekksatriði en þetta snýst minna um það að kannski 10% söngnúmerana eru annaðhvort eða bæði eftirminnileg og skemmtileg (dúett … Halda áfram að lesa: Into the Woods