La La Land

Glansandi Hollywood-söngleikir hafa aldrei almennilega dáið út en oft og reglulega átt það til að leggjast í dvala. Seinast komust þeir í tísku rétt eftir aldamótin þegar myndir eins og Moulin Rouge og (hin miður ofmetna) Chicago létu til sín taka og heilluðu Óskarsnefndir. Með tilkomu og velgengni myndarinnar La La Land er nokkuð ljóst að búið sé að opna flóðgáttirnar aftur fyrir fleiri söngva- … Halda áfram að lesa: La La Land

Into the Woods

Ég er allur opinn fyrir skrautlegum og söngóðum ævintýrabræðingum, en ég hef absolút engan skilning á því hvernig er hægt að gera mynd sem vefur prýðilega saman Rauðhettu, Öskubusku, Garðabrúðu og Bauna-Jóa og gera hana svona miskunarlaust leiðinlega. Og þetta kemur frá manni sem kallar sig söngleikjadruslu! Músíkin er vitanlega smekksatriði en þetta snýst minna um það að kannski 10% söngnúmerana eru annaðhvort eða bæði eftirminnileg og skemmtileg (dúett … Halda áfram að lesa: Into the Woods

Annie (2014)

Með fullri (segjum) virðingu fyrir „sígildu“ lögunum, jákvæðu gildunum, yfirþyrmandi krútt-sjarmanum og boðskapnum, þá hefur Annie-söngleikurinn, sama í hvernig formi, aldrei verið mín týpa af regnbogasykri, og lögin ásækja mig meira en ég hef sóst í þau í gegnum árin. Breyting á sögusviðinu, húðlitnum eða framvindunni er aukaatriði, en engin nútímauppfærsla getur breytt áliti þeirra sem þola ekki þessa söngóðu, hjartahlýju stúlku nú þegar, eins mikið og andinn gengur út á það … Halda áfram að lesa: Annie (2014)