Sori

Skemmtilegur sori: Man of Steel

 

 

(Skemmtilegur sori er liður þar sem undirritaður horfir á mynd sem er svo slæm að hún breytist ósjálfrátt í stórskemmtilega drasl-afþreyingu, eða vonar að minnsta kosti að hún breytist afbragðs ruslfæði. Greinin gengur út á það að kryfja umrædda mynd og finna út nákvæmlega hvað það er sem gerir hana svona misheppnaða – helst í 25 atriðum.)
sorinn

Stríðið á milli DC og Marvel mun aldrei hætta. Síst af öllu þetta samanburðarstríð sem hefur ríkt á meðal hörðustu ofurhetjunörda. Nú þegar bíóheimur Marvel er búinn að halda fínu flugi undanfarin ár hefur keppinauturinn reynt sitt besta til að koma svipuðu batteríi á loft – á styttri tíma og í meira flýti. En umfram allt til að vonandi trompa gríntóninn og hasarblaðaepíkina sem Disney hefur mokað inn milljónum á.

En er DC að fullremba sig við að kópera velgengni Marvel? Erfitt að segja þegar í bili er bara komið eitt eintak í kanónuna, Man of Steel. Og ef fólk vill endalaust fara út í umræðuna um hver er að kópera af hverjum þá finnst mér alltaf fyrsta Iron Man-myndin eiga Batman Begins mestu að þakka fyrir innblásturinn á sínum strúktúr, sem og upphafi Marvel eins og við þekkjum það í dag.

Man of Steel gerir þetta samt líka. Þ.e.a.s. sækjast eftir ‘gritty’ Nolan-áferðinni en um leið gera brelluveislu á pari með nýrri MCU-myndunum ef ekki mun stærra.

Man-of-Steel-Superman-Flying

Zack Snyder er vægast sagt ófullkominn leikstjóri. Það er fullt jákvætt um hann að segja en hann er stílisti fyrst og fremst. Þess vegna myndar það ekki dásamlegustu pörun í heimi þegar David S. Goyer er með stærstu völdin yfir handritinu. Hann er fróður á sérsviði myndasagna en alveg eitrað vondur oft með sögubyggingu, samtöl og persónusköpun. Kombóið er ekki sérlega seiðandi þegar annar þessara gæja reynir að gera harðari, flottari Superman fyrir nýja kynslóð á meðan hinn vill kafa út í dýpri, klassísku karaktergildin… bara með hundvondum árangri.

Hér eru helstu ástæðurnar fyrir því hvernig mistök Goyers og Snyders hnoða þessu upp í torskiljanlegan, holóttan sorphaug …. í tímaröð. + stillur. Jei!

Russell-Crowe-in-Man-of-Steel-2013-Movie-Image

Á KRYPTON:

Galli 1 – Ef náttúrulegar fæðingar eru ekki lengur til, hvernig í ósköpunum virkar Kryptonískt kynlíf?

Kynhvöt er bókstaflega aflið á bakvið þróun.
Fá þau stöðugar fóstureyðingar með matnum sínum?

Galli 2 – Ef þau vissu að sól yngri plánetu myndi gera þau sterkari, af hverju fluttust ekki fleiri Krypton-búar nær jörðinni og lifað sem súper-verur.

Galli 3 – Jor-El talar eins og Kal-El eigi að viðhalda kynstofni Kryptons áfram en hálfri mínútu seinna segir hann: „He will forge his own destiny.“

4 – Fyrir utan það að gefa Zod einhvern plott-tilgang til að fara til jarðar, þá er nákvæmlega engin ástæða til þess að uploada codex-inu.

Kal-El græðir bókstaflega ekkert á því að vera með codex-ið á sér, nema bara sem ‘backup’ plan hjá óákveðna föður hans.

5 – Ef Zod hefði ekki labbað svo rólega út úr klefanum eftir dauða Jor-El þá hefði hann bókstaflega haft nægan tíma til þess að splúndra skipinu með ungbarninu Kal. Zod virðist vera fullkomlega meðvitaður um að skipið sé nýfarið á loft en gerir ekkert í því fyrr en það er tækifæri fyrir aðra til þess að koma í veg fyrir árásina.

6. Krypton-fólkið er með teleportara!! Af hverju var þá svona erfitt að rýma plánetuna. Þau höfðu vikur! Og greinilega nóg af teleporterum.


7. Jesús-viðlíking nr. 1:

man-of-steel21

8 – (Í skólarútunni) Mér líður alltaf eins og eigi að vera tenging á milli þegar rauðhærði krakkinn „stríðir“ ungum Clark og þegar dekkið springur… þangað til ég man að Clark er ekki með hugarorku!
Þetta er nefnilega einkennilegt sett af tilviljunum. Krakki ögrar Clark bókstaflega millisekúndu áður en dekk springur á akkúrat þeim tímapunkti þar sem rútan keyrir yfir brú. Guð hlýtur að hata þessa krakka.

9 – (Í kanadísku fjöllunum) Ég næ engum tökum á því hvernig Clark er allt í einu kominn á háleynilega bækistöð, og í vinnu þar. Aðeins nokkrum sekúndum áður sáum við hann í vinnu sem „gengilbeina.“ – og þar áður starfsmaður á bát. Tímaskynið virðist segja nokkrir dagar max, en lógíkin bendir til þess að einhverjar vikur hafi liðið og enginn tók eftir því.
Annaðhvort er Clark svona viðbjóðslega góður í atvinnuviðtölum eða herinn gerir ekki vitund bakgrunnsleitir.

Það er aldrei gefið upp hvernig í ósköpunum Clark vissi hvar frosna Krypton-skipið væri. ALDREI.


Á KRYPTON-SKIPINU:

10 – Því minna sem er krufið alla pælinguna á bakvið ofur-ofur-gervigreindina í formi Jor-El, því betra. Handritið trítar karakterinn næstum því eins og hann hafi aldrei dáið.

11 – Etch-a-Sketch baksöguforritið. Gerist ekki hentugra….

12 – „Artificial population control was established,“ mælir gervi-Jor-El.
Það var semsagt of mikil fólksfjölgun og ekkert pláss. Næsta skref var svo að hætta við colonisation-ferlið og samt ákveða allir að vera áfram á Krypton, og láta það SAMT koma sér á óvart að plánetan sé að springa.

13 – …og mikið var það heppilegt að skip sem sat frosið í 18,000 ár reyndist innifela El-/Súpermann-búning í prímstandi, og enn heppilegra að þessi USB tækni Krypton-búa hafi ekkert þróast á öllum þessum árum. Skipið fer áreynslulaust í gang. Vei.

(L-r) LAURENCE FISHBURNE as Perry White and AMY ADAMS as Lois Lane in Warner Bros. Pictures’ and Legendary Pictures’ action adventure “MAN OF STEEL,” a Warner Bros. Pictures release.

14 – (Fishburne tautar) Perry White segir að sínir yfirmenn vilji að hann lögsæki Lois fyrir að birta grein um dularfulla geimverumanninn. TIL. HVERS??
Ef eitthvað þá ætti orðspor Lois að fá meira krassandi umtal, sem hugsanlega ætti að gefa Daily Planet meiri umfjöllun. Hún á skilið launahækkun!

15 – (Í kirkjunni) – Jesús viðlíking nr. 2:

1409893446751

16 – Clark setur TÍTANÍSKA pressu á random prest þegar hann veltir fyrir sér framtíð og afleiðingar Zod-heimsóknarinnar. „Hey, það er mega pressa á mér, og ég veit ekki hvað ég á að gera. Mig vantar ráð svo þú getir sagt mér hvað ég ætti að gera. Ertu geim??“

17 – Kaldhæðnislega, ef Supes hefði ekki látið fanga sig og gefið sig fram hefði hann auðveldlega getað í staðinn annaðhvort leitað ráða hjá Digital-Jor El eða ráðist á Zod skipið. Það er í takt við gömlu gildi Súpermanns að vera betri maðurinn í aðstöðum sem þessum, en fyrst myndin er þegar að beygja þær reglur lauslega…

18 – Öll Lois/Clark móment eru djók-þvinguð og satt að segja hefði ekki verið nein þörf á Lois. Hún er þarna bara til að fylla í eyður og hefur engin merkileg áhrif á plottið. Né tekst henni að keyra það eitthvað mikið áfram.

19 – Í rúman klukkutíma af lengd þessarar myndar höfum við fengið 15 mínútna formála á Krypton og haug af litlum flashback-senum til að fylla í eyðurnar. Þegar Zod kemur til jarðar er það komið í hans hendur að vippa út enn einni baksögunni.

„We salvaged what we could…“, segir hann, eftir að hafa skoðað nytjahluti á nálægum plánetum, „…including a world engine.“

Ha?? „Salvaged what we could…??“ þið fenguð dómsdagsvél á silfurfati !!

PS. Hvaða næringu hafa Zod og þau lifað á öll þessi ár?


man-steel-trailer-superman

20 – Þegar óvinaskipið færist nær loftslagi jarðar virðist það eingöngu hjálpa Lois og styrkja Superman. Hins vegar hefur það ekki vitund áhrif á Krypton-búana og ætti þannig séð að rugla þeim í ríminu.

21 – Jesús-viðlíking nr. 3

IMG_3429-copy

En satt að segja var Bryan Singer ekkert lúmskari með þetta sama mál….

smr8

22 – Zod hótar móður Supes, hann brjálast og dregur bardagann sjálfur til Smallville.

Persónulega hefði ég pikkað hann upp lengst út í loftið (fyrst Zod hefur ekki þarna enn lært að fljúga) og kýlt hann í hel niður á við.


SEINNI HASARHELMINGURINN!

23 – Amerískir hermenn kunna þetta. Hríðskotabyssur virðst ekki gera einasta gagn á Krypton-búanna. Best að prófa skammbyssuna!

24 – Einhver hefði átt að segja Zod að world engine vélin – sem er sérstaklega til þess gerð að terra-forma allar plánetur, hefði allt eins getað verið notuð á mars.

25 – Af hverju fer Lois með í herþotuna?? Hún er BLAÐAMAÐUR…
Gagnlegt gildi = núll!

Man-of-Steel-General-Zod-2

26 – Það tók Zod þrjár sekúndur að mastera andrúmsloftið sem tók Clarke góðan hluta af æsku sinni til að ná tökum á.

27 – Það tók bara svona 5 þúsund manna dauða og geðbilaða eyðileggingu til þess að Perry White myndi átta sig á því að það væri hugsanlega sniðug hugmynd að drulla sér út úr byggingunni sem er í beinum radíus frá dubstep-árásinni.

28 – Ég myndi tótallí kyssa skvísuna í tætlur og pæla ekkert í dómsdags-rústunum í kringum mig. Tillitssemi er ofmetin.

Takk, Superman!


Á LESTARSTÖÐINNI:

29 – Fólkið hefði léttilega getað hlupið frá. Og fyrst Supes gat masterað orkuna að taka Zod úr hálslið er ég fullkomlega sannfærður um að hann hefði getað snúið honum í aðra átt til að fólkið hefði getað flúið. Bara létt pæling.

30 – Ég er persónulega ekkert andvígur því að Supes gangi frá honum en furðulegra finnst mér hvernig karakterinn eða myndin tekur enga ábyrgð fyrir alla dauðatöluna. Þetta er eitthvað sem mér skilst þó að Batman v Superman muni díla við. Sáttur með það, þótt það komi út eins og redding eftir að framleiðendur sáu hvernig viðbrögð þessi fékk. En þó Man of Steel sé löng þegar hefði alveg hjálpað ef allur eftirmálinn hefði ekki verið í svona miklu flýti.

Eins og með öll önnur tímaskyn myndarinnar er ekkert skyn um hvenær allt er komið aftur í blússandi lag. Daily-Planet byggingin sérstaklega er komin á fínt ról, og seinast sýndist mér hún vera í göngufjarlægð frá helstu rústunum.

man_of_steel_37011

SAMANTEKT:

MCU-myndirnar voru litlar og ódýrar þegar þær byrjuðu, og frá upphafi þess heims er búið að matreiða með ósköpum ofan í okkur staðalbundnar origin-sögur. Man of Steel reynir þó allavega að leika sér með slíkt form, og með stærðinni einni jarðar hún mest allt annað frá Marvel (hingað til). Og eins „brúdíng“ og manísk og hún leyfir sér að vera er hún svo djöfull flott og skemmtileg sem fantasíuhasarmynd fyrst og fremst.

Narratífan í rústum jú, og Ofurmennið fer algjörlega gegn eigin gildum, en unaðsleg sorpskemmtun frá mínum enda þegar hún kemst í hágír. Væri ég reiður 11 ára strákur hefði þetta ábyggilega verið það svalasta sem ég hef séð. Á aldri mínum í dag hefði mér vissulega þótt æði að fá sækólógíska, komplex og fyrst og fremst vel skrifaða Superman-mynd en þó sori sé er heilmikið afþreyingargildi í henni sem léttilega jafnar oft „betri“ Marvel-myndirnar.

Guilty-pleasure? ójöbb. Myndin fær 7 ruslafötur af 10, missir þrjár fyrir góða leikara, flottar brellur og visjúal-gildi sem er allt annað en sorp.

Categories: Sori | Leave a comment

Pixels

Nógu slæmt er það þegar Adam Sandler skemmir sínar eigin bíómyndir með lífshættulega þreytta húmornum sínum, því maður býst akkúrat aldrei við neinu öðru af honum. Mun verra er þegar hann treður sér í stóra brellumynd með yndislega kjánalegu premise’i og eitthvað af góðu hæfileikaliði… bara til að einoka sviðsljósið og míga glaður yfir alla ræmuna.

Annað en megnið af því sem Happy Madison hefur reglulega (d)ælt út var Pixels ekki dauðadæmd frá upphafi. Stuttmyndin er svosem stórfín eins og hún er; hugmyndarík æfing í brellum og lítið hægt að gera til að bæta hana – en ekki ómögulegt. Til dæmis með óbeisluðum húmor fyrir eigin hallærisleika og hnyttnu handriti sem hefði þverneitað að taka nokkuð alvarlega. Þá hefði líka þurft leikstjóra sem hefði leyft sér að vera yfirdrifnari, fjölbreyttari, fjölhæfari og ekki umkringdur þroskaskertum framleiðendum.

Myndin hljóp einmitt beint í hina áttina. Hún er heimsk, hallærisleg, ekkert fyndin og ferlega frústrerandi misþyrming á nostalgíu. Og fyrst þetta er Happy Madison mynd má auðvitað reikna með lágkúrulegri lítillækun, ódýrum hommabröndurum og epískri leti.

Adam-Sandler-Pixels-2015-Photos

Sandler eldist alltaf og eldist en markhópurinn hans gerir það ekki – hann minnkar bara. Pixels hefur ekki einu sinni hugmynd um handa hverjum hún vill vera, öðrum en ofvöxnum smábörnum eins og Sandler. Húmorinn er krakkalegur en yngri kynslóðin týnist alveg í ’80s dýrkuninni til að hitta í mark. Myndin á heldur ekkert erindi til nýrra kynslóða tölvuleikjafíkla, sem margar ástæður eru fyrir en sú stærsta er sena þar sem Sandler sest niður og kúkar yfir The Last of Us.

Pixels hlýtur líka þann stórfurðulega heiður að bjóða upp á einhverjar heimskustu geimverur frá upphafi poppkúltúrsins, meira að segja á mælikvarða sci-fi aulagrínmynda. Það kemur svosem ekkert á óvart þegar um er að ræða mynd sem hendir Kevin James í forsetastólinn án þess að depla auga en hugmyndin um áttavillta geimveruinnrás – í formi gamalla spilakassafígúra – og hvernig hún spilast út er aðeins afsökun til þess að Sandler og félagar geti baðað sig upp úr linnulausri nostalgíu. Það síðasta sem Pixels þarf að gera er að meika sens en hún þarf samt að ramma inn einhverjum reglum innan marka, í stað þess að endalaust breyta þeim eftir plottþörfum. Það er t.d. enginn tilgangur með því að troða Q*bert þarna inn í miðja mynd, nema bara til þess að keyra upp krúttleikann hans og gefa honum þróunarörk sem á öllum tungum mætti kalla pervertíska.

Adam-Sandler-Pixels

Chris Columbus hefur fína titla undir sínu nafni en þeir bestu hafa aldrei verið grínmyndir (Mrs. Doubtfire er undantekningin, enda sýnilegt dæmi um allt öðruvísi gæðalevel hjá grínistanum sem hann vann með). Þegar Sandler er framleiðandi er mikið en í senn lítið sem þarf til fyrir þennan leikstjóra að gera verstu mynd sína til þessa, en það gekk. Eftir seinustu skelli og skítapolla hefði annars gagnast Sandler mjög fínt að deila meira tjaldinu með öðrum fagmönnum og koma sér í annan gír. Neinei, hann hirðir auðvitað mestu athyglina og fyrst þetta er retró-tölvuleikjamynd er fátt sjálfsagðara en að hann setji sig á stall sem eina von mannkynsins sem vonandi fær skvísuna að verðlaunum í lokin. Blegh.

Þegar Sandler er farinn að slást um skjátímann með fólki eins og Peter Dinklage, Michelle Monaghan, Brian Cox og Sean Bean verður það bara meira áberandi með sekúndunni hvað egghausinn er miklu latari og áhugalausari heldur en allir aðrir, eða með sorglegt ofmat á eigin fjarstýrðri getu. Monaghan er reyndar best í hópnum því hún hefur oftast einhverja örlitla sjarmatöfra í sér að lágmarki, og það er mikið kredit til hennar að geta haldið andliti á meðan einhverjir rómó-straumar eiga að svífa milli hennar og Sandler.

Kevin James er týpíski ófyndni aulabangsinn sem hann er yfirleitt, á meðan Josh Gad fann í sér mest óþolandi stillingu sem ég hef hingað til séð hjá þeim ágæta gæja. Dinklage er grátlega vannýttur og kemur alltof seint inn í myndina. Meistararnir Cox og Bean fá akvondan díl út úr þessu öllu og er það handan míns skilnings hvernig þeir blekktust í þessa mynd. Þeir gera algerlega ekkert. Og ef það er eitthvað sem getur gert pirrandi Happy-Madison mynd alveg ögn meira pirrandi, þá er það krakkaleikari. Þeim hefur reyndar Columbus yfirleitt getað náð skítsæmilegum tökum á í fortíðinni. Ekki hér.

Eina sem stendur almennilega upp úr eru þessar pixla(…reyndar voxla-)brellur og býsna kúl nýting á Queen-laginu We Will Rock You, og hvort tveggja má finna í trailerunum. Haldið ykkur helst við þá, eða stuttmyndina.

thrirBesta senan:
Eh…

Categories: Ævintýramynd, Grín, Sori | Leave a comment

The Human Centipede 3 (Final Sequence)

Því meira sem við tölum um Human Centipede-myndirnar því meira vald erum við að troða í hégómann hjá Tom Six. Hans eina markmið hefur verið að ögra okkur, eins og rasískur sósíópati með skituhúmor á táningsaldri sem hatar konur, allt til þess að setja óneitanlega ógeðfellda grunnhugmynd meira í sviðsljósið. Augjóslega er ég ekki að hjálpa til í þessari deild en hvaða áhorfandi sem er ætti þó að vera löngu orðinn viss um hvort ‘Final Sequence‘ sé eitthvað sem vekur ljóta forvitni hjá honum eða ekki.

Six tókst fyrst að skera sig inn í minni okkar og kúltúr með einni fratleiðinlegri pyningarhrollvekju, annarri örlítið (án djóks) vandaðri en í senn hreint og beint refsandi. Á jákvæðari nótum virðist hann ekki vera hlynntur því að margendurtaka sig og tekur alltaf nýjan tón á sitt látlausa sikkó-hugmyndaflug, en með þriðju myndinni skýtur hann sig meira í fótinn með eigin skít en hann heldur.

Screen-shot-2015-04-14-at-8.37.40-AM-620x400

Final Sequence gerir það sama og meta-fulli forveri sinn. Hún byrjar á lokasenu síðustu myndar og gerist þ.a.l. í heimi þar sem báðir Centipede-titlarnir eru vel þekktir. Snarbilaður fangelsisstjóri gerir margar vafasamar tilraunir til þess að vinna sér inn hræðslu og víst virðingu fanga sinna. Ekki fyrr en um miðbik mynarinnar er loks tekið upp á því að strengja þá alla (já, alla) saman með hætti sem gerir auðvitað leikstjórann ofsalega spenntan, enda hann sjálfur í litlu aukahlutverki.

Það sem mér finnst vera það sjúkasta við Human Centipede 3: Final Sequence er að hún er…, skringilega, „besta“ myndin í þrennunni. Hún hefur einhvern andsetinn púls sem hinar höfðu ekki og kaus miklu frekar að fara sótsvörtu, kómísku exploitation-leiðina í stað þess að kalla sig listilegan pyningarhroll. Önnur myndin í röðinni nauðgaði ítrekað heilanum mínum (…með gaddavír) með sumum köflum. Mér misbauð smá, hataði lífið í nokkrar mínútur eftirá, Six vann, stórt bingó! Að eigin sögn langaði hann til þess að klára trílógína af með brjáluðum usla, því ætlunarverki að láta undanfara sinn líta út eins og „Pixar-mynd“ í samanburði. Það heppnaðist, en samt ekki eins og maður hefði haldið.

07-han-solo-2.w529.h352.2x

Með því að gera Final Sequence að ýktri og grunnri aulasatíru meðtekur maður viðbjóðinn allt öðruvísi en áður. Myndin er sjúkari en sú síðasta en hvergi eins abstrakt óhugguleg. Engu að síður er alveg nóg hérna til þesss að tryggja það að þú viljir hvorki ömmu þína né þorramat nálægt þér þegar þú horfir á þessa mynd.

Í fyrsta lagi vil ég þakka Six ó-svo kærlega fyrir að kynna mér fyrir hugtakinu „djúpsteiktir snípar“ og meintu mikilvægi þeirra. Ofan á þann ilm fáum við villimannslega geldingu í nærmynd, senu þar sem manni er bókstaflega nauðgað í nýrað, auk, jú, 500 manna margfætlu. „Mennska lirfan“ fylgir síðan með í kaupbæti, sérstaklega sniðin til þess að geta ekki afséð.

Allt þetta er partur af útreiðinni sem ég bjóst alveg við af Six, en miklu síður gerði ég ráð fyrir einni mest kvennahatandi bíómynd sem hefur verið gerð seinustu árin, eða frá upphafi bíómynda! Það er aðeins ein kona í allri myndinni, klámstjarna m.a.s. (ég treysti á það að einhverjir hér þekki Bree Olson?), og verður stanslaust fyrir andlegri, líkamlegri og kynferðislegri misþyrmingu… og Tom Six vill að þú hlæir að því – og klappir jafnvel líka.

_83790132_18120229405_1f97ac7080_h

En af hverju er þá þessi æsta, ögrandi, rembingsfulla ælufata eitthvað betri en hinar? Nú, til að byrja með er eitthvað lúmskt skondið og frumlegt við þessa meta-nálgun hennar á söguþræðinum. Six sprengir m.a.s. sinn eigin skala í hégómanum með því að leika sjálfan sig í mynd sem oft hælir hans nafni. En það fyndna við það er sömuleiðis hvernig hann gerir smekklega grín að sínu eigin „kúkablæti“.

Þó mér líkaði ekki við hinar tvær myndirnar get ég aldrei sagt annað en að Dieter Laser og Laurence Harvey hafi verið fullkomlega valdir í sín ógeðfelldu hlutverk. Að sjá þessa tvo samankomna nú til að leika allt aðra karaktera jaðar við súra skemmtun. Laser, sér á báti, er merkileg þolraun út af fyrir sig í hlutverki karakters sem er helmingi aumkunnarverðara ógeð heldur en Harvey lék í seinustu mynd… og það er mikið sagt. Laser gæti vel hér verið með einn andstyggilegasta ofleik þessa árs; svo manísk frammistaða en mikið óskaplega nær þetta þýska furðufrík að fíla sig í þessu. Og það að sjá þarna aukalega menn á borð við Tiny Lister og Eric Roberts er annaðhvort hálfgerð snilld eða agalega despó, fyrir þá. En Roberts kemur að vísu fínn þarna inn, og með yfirleitt bestu viðbrögðin.

1280x720-wo0

Á tæknivinnslustigi er þriðja myndin best samsett og skotin. Fyrst að Six er ekkert að skafa undan ýmsum aspektum á kanahatri sínu reynir hann að gera allt eins óaðlaðandi og „amerískt“ og hann getur. Þetta er líka mynd sem skeinir sér með bandaríska flagginu með argasta stolti og þykist búa yfir krassandi samfélagsádeilu og óhefluðum skilaboðum. En ekkert af því ristir dýpra heldur en bara pjúra útreið og rembingsfull ögrun hjá Six. Öðru er ekki við að búast þegar slagorðið er „100% Politically Incorrect“. Ókei…

Human Centipede 3 er það sem hún greinilega vill vera, og það sem hún vill vera á sér víst afmarkaðan, truflandi aðdáendahóp. Ég er trúlega kvikindi fyrir að segja að það eru ágætir sadistasprettir inn á milli, og ég væri að ljúga ef ég segðist ekki hafa setið reglulega forvitinn um hvert færi næst. En fyrir utan það að dragast hart á langinn með þreytandi töfum er myndin bara með höfuð sitt svo fast uppí rassgatinu á sér og allir vita að Six hlær sjálfur hæst að þessu öllu. En hver þarf að eiga það við sig hvort hann sé á svipuðu plani eða ekki með þennan húmor…

fjarki

Besta senan:
Eric Roberts kemst í betra skap.

Categories: "Mynd", Sori, Svört gamanmynd | Leave a comment

Powered by WordPress.com.