
The Emoji Movie
Teiknimynd um gangverk snjallsíma og veröld broskalla (eða „tjákna“) hljómar varla eins og ávísun á gæði, en það er svo sem ekki ómögulegt að gera skemmtilegt bíó úr vondri hugmynd, eða efnivið sem er í grunninn samansafn af æpandi vörukynningum. Áhugi fyrir frásögn þarf þá að vera til staðar. Þetta sást til dæmis á vel heppnuðum Legómyndum og stórfínu ævintýri með lukkutröllum í fyrra. Það … Halda áfram að lesa: The Emoji Movie