The Human Centipede 3 (Final Sequence)

Því meira sem við tölum um Human Centipede-myndirnar því meira vald erum við að troða í hégómann hjá Tom Six. Hans eina markmið hefur verið að ögra okkur, eins og rasískur sósíópati með skituhúmor á táningsaldri sem hatar konur, allt til þess að setja óneitanlega ógeðfellda grunnhugmynd meira í sviðsljósið. Augjóslega er ég ekki að hjálpa til í þessari deild en hvaða áhorfandi sem er ætti þó … Halda áfram að lesa: The Human Centipede 3 (Final Sequence)

Austur

Hér er hún, fyrsta íslenska „bíómyndin“ sem kalla má pyntingarklám (fyrst ekkert annað kemur til greina), nema með óvæntu tvisti þar sem hún snýr sér að áhorfandanum og sér til þess að hann verði miskunnarlaust fyrir almestu pyntingunni. Þetta gerir hún ekki með ofbeldi, heldur hreinu, ógeðfelldu stefnuleysi og glataðri, bókstaflega fókuslausri úrvinnslu. Það að Austur hafi tekist að skila sér í kvikmyndahús er dapurt merki um standard … Halda áfram að lesa: Austur

Seventh Son

Seventh Son var ekki verið í neinu flýti með að líta dagsins ljós; tekin upp 2012 og sett svo á hilluna tæplega tvö ár. En hvort sem hún hefði komið út í fyrra eða hitt í fyrra er enginn séns að hún hefði flúið undan þeim örlögum að vera ein misheppaðasta fantasíu-ævintýramynd til síðari ára sem svoleiðis betlar eftir heitum sessi á mörgum eitruðum botnlistum. Þetta … Halda áfram að lesa: Seventh Son