Austur

Hér er hún, fyrsta íslenska „bíómyndin“ sem kalla má pyntingarklám (fyrst ekkert annað kemur til greina), nema með óvæntu tvisti þar sem hún snýr sér að áhorfandanum og sér til þess að hann verði miskunnarlaust fyrir almestu pyntingunni. Þetta gerir hún ekki með ofbeldi, heldur hreinu, ógeðfelldu stefnuleysi og glataðri, bókstaflega fókuslausri úrvinnslu. Það að Austur hafi tekist að skila sér í kvikmyndahús er dapurt merki um standard … Halda áfram að lesa: Austur

Seventh Son

Seventh Son var ekki verið í neinu flýti með að líta dagsins ljós; tekin upp 2012 og sett svo á hilluna tæplega tvö ár. En hvort sem hún hefði komið út í fyrra eða hitt í fyrra er enginn séns að hún hefði flúið undan þeim örlögum að vera ein misheppaðasta fantasíu-ævintýramynd til síðari ára sem svoleiðis betlar eftir heitum sessi á mörgum eitruðum botnlistum. Þetta … Halda áfram að lesa: Seventh Son

Taken 3

Þegar Pierre Morrel gerði fyrstu Taken-myndina þá tókst honum bæði að stuða svo mikilli orku og hörku í óttalega standard, heilalausa B-spennumynd og gera úr henni eitthvað aðeins meira en það. En líka var það því að þakka að Liam Neeson fann þarna einhvern hvata til að breyta sér í einn svalasta bíópabba nýju aldarinnar. Eftir fáein missterk ár sem hasarstjarna er orðið núna fulláberandi að hann … Halda áfram að lesa: Taken 3