Mission: Impossible – Fallout

Enn og aftur hættir Tom Cruise lífi sínu fyrir framan tökuvélina, okkur til skemmtunar. Þetta er vissulega rótin að gangverki þessa myndabálks og má segja að allt annað sé aukaatriði; spennandi söguþráður, skemmtilegt samspil persóna eða fjörug keyrsla. Mest af þessu víkur fyrir sýniþörf brjálaða, dvergvaxna Vísindakirkjumannsins til þess að sýna að hann sé einn sá besti í sínu fagi. En hvort sem okkur líkar … Halda áfram að lesa: Mission: Impossible – Fallout

Jurassic World: Fallen Kingdom

Framhaldsmyndirnar í seríunni um Júragarðinn eiga það allar sameiginlegt að hverfa langt í skugga þeirrar upprunalegu. Þar tókst glæsilega að tvinna saman poppkornsbíói við sögu af brjáluðum vísindamönnum að leika Guð. Í kjölfarið hafa aðstandendur verið svolítið týndir þegar kemur að þemum og skilaboðum framhaldsmyndanna og er Fallen Kingdom engin undantekning þar. Það sést hins vegar strax frá upphafi myndar að sé aðeins meira kjöt … Halda áfram að lesa: Jurassic World: Fallen Kingdom

Rampage

Það er varla hægt að biðja um meira heilalaust bíó heldur en Rampage. Við er auðvitað nákvæmlega engu öðru að búast. Myndin er byggð á tölvuleik þar sem spilarinn hefur það einfalda hlutverk að velja eitt af þremur ofurdýrum, brjóta niður byggingar og drepa hermenn – trekk í trekk og ekkert meir, nema það að valmöguleikar af fígúrum standa á milli górillu, stökkbreyttrar sæskepnu eða … Halda áfram að lesa: Rampage