mother!

Hann Darren Aronofsky er ekki beinlínis þekktur fyrir það að fara pent í hlutina, sama hvaða verkefni hann tekur að sér. Flestar ef ekki allar myndir hans eru ágengar, grafalvarlegar, hugmyndadrifnar og hafa að einhverju leyti snúist um persónur sem haldnar eru vissri þráhyggju sem seinna meir setur líf þeirra á hliðina eða leiðir til sjálfseyðileggingar. Skilaboðin eru yfirleitt mjög augljós í Aronofsky-myndum en það … Halda áfram að lesa: mother!

Undir trénu

Undir trénu er hresst dæmi um það hvernig er hægt að hnoða öfluga kómík úr litlum harmleikjum, sumum reyndar hversdagslegri en öðrum í þessu tilfelli. Hér segir frá skuggalega venjulegu fólki sem fer í tilgangslaust stríð við hvert annað, fólki sem forðast sín eigin vandamál með því að beina þeim yfir á aðra. Við fylgjumst með nágrannaerjum og forræðisdeilum sem fluttar eru á óheppileg stig. … Halda áfram að lesa: Undir trénu

The Hitman’s Bodyguard

The Hitman’s Bodyguard er klárt dæmi um bíómynd sem væri argasta tímasóun ef lykildúóið á skjánum smylli ekki saman. Efniviðurinn er teygður, fyrirsjáanlegur, löðrandi í úldnum klisjum og myndin er hvorki skrifuð af mikilli hnyttni né vel gerð tæknilega, en á meðan samverustund leikaranna gefur frá sér kátínu er öruggt að segja að afþreyingargildið skili sínu. Hér skiptir nefnilega ekkert annað máli en samspilið og … Halda áfram að lesa: The Hitman’s Bodyguard