Trolls World Tour

Trolls World Tour er það sem þú færð þegar þú ert búinn að gefa krakkafjörkálfi óeðlilegan skammt af sykri og afhenda honum yfirráð yfir lagalista. Á sama tíma býður barnið upp á kennslu um flokka og undirflokka tónlistar og reynir að setja það saman í frásögn sem fullorðinn einstaklingur þarf að hnoða saman í skiljanlegt form með jákvæðum boðskap. Það þarf svo ekki annað en … Halda áfram að lesa: Trolls World Tour

Toy Story 4

Einu sinni var sú tíð þegar áhorfandinn sá Pixar-lampann trítla inn á kvikmyndatjaldið og stappa (e.t.v. myrða) tölustafinn “i” og það þýddi eitthvað. Í dágóðan tíma tengdi maður þetta kompaní við ákveðin gæði.  Hvenær breyttist þetta allt? Sumir myndu segja um leið og Cars 2 var gefin út, aðrir Brave ári síðar (ekki hjálpaði hún allavega), eða jafnvel gæti þetta verið uppsöfnuð þreyta eftir taumlausa … Halda áfram að lesa: Toy Story 4

Wonder Park

Snögg spurning: Finnst þér gaman að horfa á holóttar, froðukenndar, sykurhæpaðar teiknimyndir sem ráðast á augu þín og eyru með öllu og engu? Wonder Park hefði trúlega átt að vera betur sögð í barnabókaformi, með myndum sem ungt barn hefði skreytt. Myndin er algjör skel af bíómynd – krónískt töfralaus saga um töfrandi skemmtigarð – og aðeins bærilega renderuð grafík forðar hana frá því að … Halda áfram að lesa: Wonder Park