Incredibles 2

Að sinna foreldrahlutverkinu og fjölskyldulífinu vel, með öllum tilheyrandi hindrunum, getur stundum verið hetjudáðum líkast – eins og snillingurinn Edna Mode mælir. Þessi punktur er ein undirstaða þess hvað það er við Incredibles 2 sem virkar svo vel. Ofar öllu eru báðar Incredibles myndirnar alveg hreint frábærar sögur af viðtengjanlegri (upp að vissu marki…) fjölskyldudýnamík þar sem bónusinn liggur í frábærum hasaratriðum, geggjaðri retró-framtíðarhönnun, yndislegum … Halda áfram að lesa: Incredibles 2

Hotel Transylvania 3: A Monster Vacation

Það verður að segjast að í 90% tilfella verða ærslafullar skrípóseríur þynnri og þreyttari eftir því sem á líður. Hið sama mætti vissulega segja um grínferil Adams Sandler, enda hefur fyndni mannsins legið að mestu í dvala á Dalvík og rýrnað síðan eftir aldamótin. Blessunarlega hefur Hotel Transylvania-myndabálkurinn reynst vera undantekning, enda yfirleitt betra að sjá Sandler stíla inn á barnahópa frekar en unglinga og … Halda áfram að lesa: Hotel Transylvania 3: A Monster Vacation

Justice League

Leiðin að Justice League hefur verið erfið. Nýi DC-heimurinn fór ekki sérlega vel af stað eftir að áhorfendur tóku vægast sagt misvel í Man of Steel, Batman v Superman og Suicide Squad. Þessar tvær seinni voru sérstaklega slakar og leit út fyrir að kraftaverk þyrfti til þess að bjarga þessari seríu af haugunum. Útlitið varð aðeins bjartara þegar Wonder Woman sló í gegn og féll … Halda áfram að lesa: Justice League