The Lego Batman Movie

Legó-bíómynd(™) af þessari stærðargráðu er í eðli sínu eins æpandi og vörumerkja- eða leikfangaauglýsing getur orðið þegar hún er hönnuð fyrir kvikmyndahús. Samt er ekki til neitt sem heitir vond hugmynd, bara vond framkvæmd, og Phil Lord og Chris Miller sýndu það með The Lego Movie frá 2014 að þú gætir gert grillaða, bráðfyndna, skarpa og hjartastóra mynd úr svona vörukynningu. Ekki sakaði það heldur ekki að Batman … Halda áfram að lesa: The Lego Batman Movie

Kubo and the Two Strings

Hægt og bítandi hef ég áttað mig á því að snillingarnir hjá þessu Laika-stúdíói eru að gera einhvers konar kraftaverk, og þegar maður skoðar þessa litlu katalógu þess er erfitt að segja að þeir séu hræddir við fullorðinsleg þemu og villta sköpunargleði. Coraline er æðislega vel heppuð „barnahrollvekja“, ParaNorman er semí-einstök eineltissaga og The Boxtrolls er fyndin, hjartahlý og flippuð. Sjónrænt séð eru aðstandendur þessara … Halda áfram að lesa: Kubo and the Two Strings

Sausage Party

Eins mikið og ég elska Toy Story seríuna þá kemst ég ekki hjá því að hugsa um hversu niðurdrepandi líf og tilvist leikfangana er í þeim myndum. En hvað ef Toy Story hefði tekið fullorðinsleiðina og kafað meira ofan í bömmerandi og einhæfa tilgang þeirra? eða betra, tekið sambærilegan vinkil á orðljóta og hálf truflandi teiknimynd um hvernig lífið væri frá sjónarhorni fæðutegunda, auk umbúða … Halda áfram að lesa: Sausage Party