Tommy Wirkola (Dead Snow 2)

Norski leikstjórinn Tommy Wirkola vakti fyrst mikla athygli með költ-splattermyndinni Dead Snow, erlendis sem og hérlendis (sérstaklega á RIFF). Myndinni hefur verið mikið lofað fyrir sannfærandi subbuförðun, sjúkan húmor og skemmtilega grunnhugmynd sem byggir á nasistauppvakningum sem gera allt mátulega vitlaust og blóðugt. Myndin skaut leikstjóranum beint á Hollywood-kortið og leiddi það til blóðugu ævintýramyndarinnar Hansel & Gretel: Witch Hunters sem kom út í fyrra. … Halda áfram að lesa: Tommy Wirkola (Dead Snow 2)

Baldvin Z (Vonarstræti)

Leikstjórinn Baldvin Z hefur gert það verulega gott síðustu ár eftir að leikstjórafrumraun hans, Órói, kom ófáum íslendingum skemmtilega á óvart og hefur ferillinn verið á blússandi uppleið síðan. Undirritaður fíkill var staddur í öðrum erindum þegar hann mætti leikstjóranum á meðan hann var á fullu að klippa myndina. Þá var hún komin í talsverða lengd (3 tímar!) og ferlið að skera fituna af henni var rétt að byrja. Hér … Halda áfram að lesa: Baldvin Z (Vonarstræti)

Leikstjórinn talar: Marteinn Þórs (XL)

Marteinn Þórsson er nettur gæi. Einn af athyglisverðustu dúddunum sem dunda sér við kvikmyndagerð um þessar mundir á landinu. Þó menn megi lengi deila um verkin hans þá er Matti og Ólafur Darri einstakt teymi. Allir sem misstu t.d. af Roklandi voru ekki að gera sér greiða með því að sleppa henni. Hún er alltof vanmetin. En nú snúum við okkur að drykkjudramanu XL… Ath. … Halda áfram að lesa: Leikstjórinn talar: Marteinn Þórs (XL)