viðtal

Tommy Wirkola (Dead Snow 2)

Norski leikstjórinn Tommy Wirkola vakti fyrst mikla athygli með költ-splattermyndinni Dead Snow, erlendis sem og hérlendis (sérstaklega á RIFF). Myndinni hefur verið mikið lofað fyrir sannfærandi subbuförðun, sjúkan húmor og skemmtilega grunnhugmynd sem byggir á nasistauppvakningum sem gera allt mátulega vitlaust og blóðugt.

Myndin skaut leikstjóranum beint á Hollywood-kortið og leiddi það til blóðugu ævintýramyndarinnar Hansel & Gretel: Witch Hunters sem kom út í fyrra. Nú hefur hann aftur snúið á heimaslóðir sínar (þannig séð…) með framhaldinu Dead Snow 2 (Red vs. Dead), sem var að megnu til skotin hér á landi. Myndin var frumsýnd í apríl.

Í þessari framhaldsmynd er heldur betur tjaldað öllu til og var svo sannarlega markmiðið hjá Wirkola að stækka sögusviðið og líkfjöldann allsvakalega. Ég hafði samband við leikstjórann og fékk aðeins að spyrja hann út í allt fjörið.

Viðtalið fer fram óþýtt, verði ykkur að góðu:

 

First off… Where did the idea come from to expand on the first film?

We always knew that one day we would love to do another Dead Snow, after the great reception we got from the first one. First of all, we had a blast doing the film, and second, it is in a genre that is very close to my heart, so when we saw that we might have a window where we could do a sequel, we jumped at it.

I love how it stays true to the original movie and yet brings us something totally (and tonally) different.

 

A lot of horror sequels do seem to go for the cheap shot, by re-doing the first one. Was that something you deliberately tried to avoid from the get-go?

It was. Like you, we felt that a lot of sequels simply just redoes the first one, only with bigger budget and effects. But we knew we wanted to continue the story EXACTLY where the first one left off, and that we wanted to try and do something completely different. Personally, what I loved about the most about the first Dead Snow was the last 20 minutes, where I got to mix action, gore, horror and comedy all into one, and that was something I wanted to do throughout ALL of Dead Snow 2. I wanted it to feel like a ride, a ride that started off in an insane tempo, and just took off from there.

I really dug that early Raimi/Jackson vibe, how big would you say those two serve as influences?

Huge. I was a massive horror-geek when I was a kid, but when I saw Evil Dead 2, or Braindead, for the first time, it was an eye opener to me. Mixing comedy with horror and gore was like that was something I had never seen before, so those movies became very special to me in my early days, and has influenced me big time, really, when it comes to all my films.

On that note, what are the most challenging aspects of balancing horror and humor?

It’s always tricky. How much comedy do you go for. If you go too far, it you make it too goofy and funny, the film will lose tension and impact. So we always kept that in mind… how far to we go? But hopefully we got the balance just right…
I’m pretty sure Icelanders will have a ball seeing their country being portrayed as Talvik as well as other areas, what was your experience like shooting here?

We had A LOT of fun shooting in Iceland. The crew was truly amazing, and luckily they shared both my sense of humor, and my love for gore, so that made things a lot easier.
But yeah… Iceland was a great match for the north of Norway. We looked both in Ireland, and in Eastern Europe, but it became pretty clear, very fast, that Iceland was the only placed that resembled Talvik, Ice bay, etc, etc. The weather was a bit challenging when we shot (they told us it was the worst summer in 40 years), but that was also a good thing, because at least it meant that it was consistent. Most of the shoot we had clouds (and a little bit of rain), which sucks to shoot in, but it does look great on film. So all in all, we were very happy with the weather.

I gotta ask, are your parents fans of gore as well?

No, not really. But they have enjoyed both the Dead Snow films, thankfully, and Hansel & Gretel… so they are warming up to it.
Are you ever curious to try out serious horror?

Maybe. First I want to venture into other genres, like action or sci-fi, but yes, maybe in the future I’ll do a more serious horror film.

Are there any lesser-known zombie-flicks that you could recommend to us movie lovers?

Well… for Nazi zombie lovers, one can always check out Shock Waves. The only real Nazi zombie movie made before Dead Snow. Other than that, I do really love Return of the Living Dead. Another film that mixes horror and comedy in a great way.
I noticed that your next film, What Happened to Monday? is an indie sci-fi drama (with Noomi Rapace attached). What attracted you to that project and what can we expect?

That is right, yes. Hopefully that will be my next film. It is a sci fi, resembling Children of Men and Source Code in tone and feel. Noomi Rapace is attached to star, and hopefully we can start shooting this year.

Are there any cool updates on Hansel & Gretel 2?

Not really. I handed in a script to the studio a while back, which they really liked, so now it is in their hands. I know that they want to do it, but with Jeremy, Gemma and me busy doing a lot of other stuff, it will just take some juggling to get it all to work out.
Final curiousity question. On the film’s IMDb page it says „Shot in both Norwegian and English versions.“ Could you please elaborate on that? Is there an all-english version?

Yes, there is. A lot of the movie is in English anyway (cause of the arrival of The Zombie Squad), but yeah, we did shoot the rest in both languages. The reason for that is because we wanted to get as good distribution as possible in the states, so considering they don’t like to read subtitles, we had to go that route.

Cool, thank you very much.
On a side note, I can’t stop playing Total Eclipse of the Heart in
my head…

Haha… very glad to hear!

Categories: viðtal | Leave a comment

Baldvin Z (Vonarstræti)

Leikstjórinn Baldvin Z hefur gert það verulega gott síðustu ár eftir að leikstjórafrumraun hans, Órói, kom ófáum íslendingum skemmtilega á óvart og hefur ferillinn verið á blússandi uppleið síðan. Undirritaður fíkill var staddur í öðrum erindum þegar hann mætti leikstjóranum á meðan hann var á fullu að klippa myndina. Þá var hún komin í talsverða lengd (3 tímar!) og ferlið að skera fituna af henni var rétt að byrja.

Hér er stytt útgáfa af viðtali sem var tekið fyrir annan miðil:

„Ég vil geta lagst í söguna og gleymt mér alveg í henni og í karakterum. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað nýtt af nálinni svo framarlega sem það er vandað til verka. Ég vil algjörlega geta grátið þegar karakterinn missir tebolla,“ segir Baldvin um það sem einkennir góða mynd og hverju hann sækist eftir úr góðri dramamynd.

„Hugmyndin að Vonarstræti fæddist í rauninni áður en við gerðum Óróa. Ég var kominn með fullt af hugmyndum um hvernig mynd mig langaði til að gera sem mína fyrstu mynd, Vonarstræti var ein þeirra og var farinn að þróa og vinna í þessari hugmynd. Einhvern veginn tróðu svo framleiðendurnir upp á mig hugmyndina að gera Óróa. Mér fannst það pínu glatað að fyrsta myndin mín yrði bara einhver unglingamynd, en því meira sem ég hugsaði um það og fór svona að pæla í því hvað var hægt að gera við þessar sögur.“

„Svo kom hrunið,“ bætir hann við, „og það sem mér fannst langmest sexí við að tvinna það inn í söguna var að sýna að persónulega hlið bankamannanna sýndi mjög góða gæja. Ég man þegar ég las DV árið 2008, og einhverra hluta vegna var ég afmælisbarn vikunnar, en ég var á neðri hluta síðunnar. Á efri hluta síðunnar var Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, og ég tók þarna eftir að við erum jafngamlir, upp á dag! En ég hugsaði þó að það munaði alveg einhverjum núllum á laununum okkar á þessum tíma, en þá var ég mjög mikið að berjast sem kvikmyndagerðarmaður. Ég hugsaði: vá, hvernig kemst þessi gæi í þessa stöðu á þessum tíma? Hvað liggur á bak við hann? svo gerðist allt, hrunið varð, menn urðu reiðir en ég hugsaði samt allan tímann: þetta er pottþétt ógeðslega góður gaur! Hvernig flækist hann inn í þetta? Hvað verður til þess að hann tekur ákveðnar ákvarðanir? Þetta var það sem mig langaði mikið til að fjalla um.“

Leikstjórinn segir þriðja þáttinn sem kláraði þetta púsl vera sögu sem stendur honum mjög nærri og sé búin að liggja á honum alla hans ævi. „Þetta átti allt þrennt að vera í sitthvorri myndinni en svo virkaði meira spennandi að prófa að hræra þeim saman í einn kokteil,“ segir leikstjórinn.

Íslenska heiti myndarinnar miðast við samnefnda götu í Miðbænum og erlendi titillinn er bein tilvísun í bók sem ein af persónunum skrifar í myndinni. Með burðarhlutverkin fara Þorsteinn Bachmann, Hera Hilmars og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Samkvæmt Baldvini glímir hver þessara persóna í myndinni við ólíka drauga og í gegnum hvern og einn er einblínt á fortíð, nútíð og framtíð sem hluti af þemun hennar. Lýsir hann þessu sjálfur sem „krossgötumynd“ að því leyti að allir hafa eitthvað til að leiðrétta og laga.

Þegar Órói var sýnd opnaði myndin alls konar dyr fyrir Baldvin sem leikstjóra. Umtalið á myndinni þótti sterkt, gagnrýnendur voru sáttir allan hringinn og komst hún inn á ýmsar hátíðir erlendis. „Ég reyni ekki að líta á þetta eins og mér finnist ég þurfa að standast allar væntingar þeirra sem voru hvað hrifnastir af Óróa. Ég reyni bara að búa til mína mynd og vona að hún hafi einhver áhrif.“

Kvikmyndagerðarmaðurinn hefur annars vegar í mörg, mörg ár þurft að berjast fyrir starfi sínu. „Leiðin var hrikalega löng og ég tók eftir því að nafnið mitt fór að skjótast inn árið 2009 voðalega mikið, það var svona „hver er þetta?“ fílingur. En ég er hins vegar búinn að vera að síðan 1989,“ mælir hann. „Ég kem frá Akureyri, þannig að ég var rosalega mikið í því umhverfi að búa til alls konar stuttmyndir. Ég hef haldið bíósýningar fyrir norðan. Sýningar sem tóku inn í kringum 4 þúsund áhorfendur en samt munu myndirnar aldrei líta dagsins ljós. Það voru bernskubrek í því.“

Í kringum aldamótin segir Baldvin að hann hafi ákveðið að þetta væri það eina sem hann hefði áhuga á og fór í kjölfarið að pæla í því hvernig hann ætti að klífa það fjall, t.d. með því að koma sér inn í auglýsingar og gera fleiri stuttmyndir. Hann reyndi einnig að komast inn í kvikmyndaskóla í Danmörku en komst svo ekki. „Þetta er búið að vera ótrúlega „bömpí“ og erfiður vegur og oft hef ég verið alveg á mörkum þess að gefast upp,“ segir hann.

Velgengnin á Óróa var næstum því eins og hin áttin frá því sem hr. Z bjóst við. Segir hann að þegar lokið var við þá mynd voru voðalega blendnar tilfinningar í smástund. „Ég var hræddur um að ekkert væri að gerast í myndinni, að fólki þætti hún leiðinleg. Allt svoleiðis kom upp, þangað til við fórum svo loksins að fá hlutlaus viðbrögð og sérstaklega frá ungu fólki. Svo gekk myndinni bara ótrúlega vel, við fórum erlendis með hana á hátíðir og það var ótrúlega gaman. Best fannst mér að sjá hvernig viðbrögðin voru alltaf aðeins öðruvísi en hér heima. Í kanada voru fjölmargir sem fengu sjokk yfir alls kyns hlutum sem okkur finnst ekkert vera svo mikið mál.“

Sem leikstjóri í fullu starfi segir Baldvin að skerðing á fjárframlögum ríkisins til íslenskrar kvikmyndagerðar hafi óneitanlega auðséð áhrif og segir hann það tvímælalaust mikið áhyggjuefni. „Manni leiðist ofboðslega þegar fólk fer að bera saman list og heilbrigðisgeirann. Málflutningurinn þar finnst mér oft geta verið mjög ófaglegur,“ segir hann, „en kjarninn af því hvað er list er svo heimspekingsleg spurning en fólk pælir í rauninni aldrei í því hvað það gerir fyrir okkur að vera með afþreyingu, að vera með bíómyndir, leikhús, allt saman.“

Categories: viðtal | Leave a comment

Leikstjórinn talar: Marteinn Þórs (XL)

Marteinn Þórsson er nettur gæi. Einn af athyglisverðustu dúddunum sem dunda sér við kvikmyndagerð um þessar mundir á landinu. Þó menn megi lengi deila um verkin hans þá er Matti og Ólafur Darri einstakt teymi. Allir sem misstu t.d. af Roklandi voru ekki að gera sér greiða með því að sleppa henni. Hún er alltof vanmetin.

En nú snúum við okkur að drykkjudramanu XL…

Ath. Þetta er lengri útgáfan af viðtali sem ég birti í Séð og Heyrt sem kom út 13. des 2012.

Í hnotskurn, hvernig mundirðu lýsa myndinni og hvernig varð hún til?

Kvikmyndin er um þingmann, Leif Sigurðarson, sem lendir í aðstæðum sem hann ræður ekki við og smátt og smátt koma hlutir í ljós sem voru vandlega faldir undir yfirborðinu. Hugmyndin kviknaði upphaflega þegar við Elma Lísa og Darri vorum að ræða um að gera mynd um alkohólisma þegar Rokland var í vinnslu svo þróaðist þetta svona. Ég skrifaði fyrsta uppkast að handriti í nóvember í fyrra (2011), það var tilbúið um jólin, svo tók Guðmundur Óskars við (sem skrifaði Bankster) og við fórum í tökur í febrúar á þessu ári (2012). Við fjármögnuðum tökurnar sjálf en fengum eftirvinnslustyrk frá KMÍ núna í nóvember. Þess má geta að Sambíóin komu inní myndina áður en þeir höfðu séð nokkuð nema trailer og keyptu sýningarréttinn í sumar og finnst mér það sýna frábært frumkvæði og þor sem aðrir dreifingaraðilar mættu taka sér til fyrirmyndar.

Hvernig var mórallinn á setti og hver er munurinn á XL og fyrri myndum þínum?

Mórallinn var frábær. Það vildu allir taka þátt í að gera þessa mynd því þeim þótti handritið spennandi og fólk sætti sig við lág laun á tökutímabilinu en við vorum með alveg frábæran mat frá þeim Ástu Hrönn og Jóni á Scandinavian á Laugaveginum. Það skiptir miklu máli, góður matur. Ef það er góður matur þá má sætta sig við ýmislegt. Eftir að við fengum framleiðslustyrkinn þá gátum við borgað öllum full laun.

Helsti munurinn á XL og fyrri myndum er sá að ég er núna í fyrsta skipti að framleiða mynd í fullri lengd (með Ólafi Darra, Ragnheiði Erlingsdóttur og Guðmundi Óskarssyni) og ræð því meira sjálfur. Einnig var þróunin frá handriti til fullvinnslu myndar mun hraðari af því að við fórum ekki í gegnum þróunarferli sjóðanna. Ferlið er einfaldara og hnitmiðaðra, hugmyndaflæðið koðnar ekki niður eins og vill oft verða og allt er ferskara og ekki eins ritskoðað (hvorki af mér sjálfum né öðrum). Myndin er kraftmeiri og graðari fyrir vikið.

Má búast við jafn virku hugmyndaflæði í Xl eins og í Roklandi eða One Point O? og stigmagnast myndin meira vegna sögunnar sem XL fjallar um?

Já, algjörlega og jafnvel meira. Myndin er byggð upp eins og rússíbanareið nema vagninn fer af brautinni og þeysist útí óminnið. Það fer allt úr böndunum. En hún er með svona “happí” endi, held ég.

Hvenær ákváðuð þið Óli Darri að þið vildu gera þessa mynd og hvernig er að vinna saman?

Við Darri náum rosalega vel saman af einhverri ástæðu, ég veit ekki hvað hann sér í mér enda er ég erfiður, sjálfhverfur, mislyndur og miklu spengilegri en hann en í honum hef ég fundið svona fullkominn leikara og samstarfsaðila. Við höfum mikið áhuga á sömu hlutum, sömu myndum og viljum ögra okkkur sem listamenn og sprengja soldið formið. Með stafrænni tækni og ódýrari vinnsluaðferðum kvikmynda sjáum við okkur fært að gera hluti sem annars fengju ekki náð fyrir augum þeirra sem að öllu jöfnu leggja fé í dýrari kvikmyndagerð. Það er æðislegt fyrir leikstjóra að finna leikara sem treystir manni fullkomlega og öfugt og ég held að við hjálpum hvor öðrum að vaxa. Svo erum við báðir miklir matgæðingar, eigum dætur á svipuðum aldri og erum með gyðjum sem eru langt fyrir ofan okkur í andlegum, félagslegum og fegurðarlegum skilningi.

Eru þemu í myndinni sem ber að taka eftir eða hafa í huga þegar maður sér hana?

Þetta er mynd sem maður getur auðveldlega séð tvisvar. Fyrst á maður bara að upplifa hana eins og hún birtist manni, bara taka þátt í partýinu, rússíbanareiðinni og gleyma sér í þessum heimi sem við höfum skapað. Mér finnst alltaf best að gleyma mér á myndum fyrst þegar ég sé þær og svo að pæla í þemum í seinni skiptin. En auðvitað eru þarna þemu sem ég fjalla mikið um: einmanaleiki, samskiptaörðugleikar fólks, stjórnleysi, meðvirkni, og auðvitað ástin og þráin eftir einhverja æðra og svo auðvitað grátbrosleg staða mannsins í heimi sem hann á erfitt með að skilja.

Ég vil líka taka skýrt fram að þetta er ekki svona “mórölsk boðskaps” saga, svona “víti-til-varnaðar”, ekki þessi hefðbundna “góðu-maður-lendir-í-vandræðum-verður-vondur-lærir-af-reynslunni-og-verður-betri-maður-í-lokin” saga. Mér leiðist svoleiðis. Mér leiðist öll forsjárhyggja og það er ekkert leiðinlegra en fyrrum reykingamenn og óvirkir alkóhólistar sem hafa breyst í besservissera og vita hvað er best fyrir aðra. En verstir eru þó þeir sem hafa aldrei reynt neitt og/eða farið neitt en vita samt betur en allir aðrir. Lífið er hérna til að lifa því.

Einhverjar markverðar uppákomur á setti?

Tja, þú mátt spyrja Frosta Gnarr og ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra á Norðurpólnum fyrir að hafa lánað okkur tökustaði, þau eru svo frábær.

Categories: viðtal | Leave a comment

Powered by WordPress.com.