Leikstjórinn talar: Tom Six (The Human Centipede 2)

Þeir sem hafa verið viðstaddir nálægt Tom Six eða hafa séð vídeóviðtöl með honum taka fljótt eftir því að hann er allt öðruvísi en maður myndi fyrst halda um manninn sem gerði báðar Human Centipede-myndirnar umdeildu. Flestir hefðu búist við svartsýnum, ógeðfelldum manni en Six er í rauninni einn hressasti, viðkunnanlegasti og brosmildasti leikstjórinn sem þú finnur þarna úti. Bíófíkill tók prívatviðtal við misþyrmingarmeistarann og … Halda áfram að lesa: Leikstjórinn talar: Tom Six (The Human Centipede 2)

Leikstjórinn talar: Óskar Þór (Svartur á leik)

Bíófíkill tók viðtal við leikstjórann Óskar Þór Axelsson og spjallaði aðeins við hann um tilurð myndarinnar Svartur á leik, uppáhalds senuna hans, ferilinn framundan og kvikmyndasmekkinn almennt. „Framleiðendurnir keyptu réttinn skömmu eftir að bókin kom út og höfðu m.a. samband við mig til að lesa hana. Ég kolféll strax fyrir bókinni og setti fram mínar hugmyndir um hvernig ég mundi vilja nálgast kvikmyndaaðlögunina. Þeir fíluðu … Halda áfram að lesa: Leikstjórinn talar: Óskar Þór (Svartur á leik)

Leikstjórinn talar: Balti (Contraband)

Bíófíkill átti stutt samtal við Baltasar Kormák í tengslum við hina stórmerkilegu Reykjavík-Rotterdam endurgerð. Balti útskýrði hvernig sumar breytingarnar urðu til, hvað hann er að gera um þessar mundir og hvers vegna hann sóttist í það að taka stóran þátt í sömu sögunni í annað sinn. „Frá því ég las þetta fyrst (semsagt Reykjavík-Rotterdam handritið) var ég mjög hrifinn af þessari sögu. Ég hafði ekki … Halda áfram að lesa: Leikstjórinn talar: Balti (Contraband)