Tenet

Christopher Nolan heldur ekki vatni yfir tímanum; hann notar tifandi klukku sem meintan stressgjafa, er heillaður af tímarúmsskekkjum, endurliti, tilraunum með strúktúr og léttum fyrirlestrum um hversu brenglað fyrirbæri um ræðir. Nolan er í einstakri stöðu í Hollywood. Vaðið er í hvaða verkefni sem hann vill, hann getur skrifað hvað sem hann vill og fyrir hvaða pening sem er. Það er varla hægt að kalla … Halda áfram að lesa: Tenet

Amma Hófí

Þau Edda Björgvinsdóttir og Laddi eru dýnamískt dúó og hafa alltaf verið. Þau spila yfirleitt áreynslulaust á móti hvort öðru og hafa bæði margsinnis sannað það, á skjá og sviði, að miklu meira býr í þeim en að vera „bara“ gamanleikarar. Eða strumpar. Aftur á móti eru nákvæmlega þessir kostir helsta ástæðan fyrir vandamálinu við Ömmu Hófí, sem er: hversu takmarkað hægt er að vinna … Halda áfram að lesa: Amma Hófí

Trolls World Tour

Trolls World Tour er það sem þú færð þegar þú ert búinn að gefa krakkafjörkálfi óeðlilegan skammt af sykri og afhenda honum yfirráð yfir lagalista. Á sama tíma býður barnið upp á kennslu um flokka og undirflokka tónlistar og reynir að setja það saman í frásögn sem fullorðinn einstaklingur þarf að hnoða saman í skiljanlegt form með jákvæðum boðskap. Það þarf svo ekki annað en … Halda áfram að lesa: Trolls World Tour